Dvöl - 01.01.1937, Síða 29

Dvöl - 01.01.1937, Síða 29
D V 0 L 23 hallandi ávala, með kjarnmikl- um sumargróðri. Þar fyrir ofan tekur háfjallið við. Hér og þar liggja einstigi upp til seljanna, þar sem búsmali bænda er hafð- ur á sumrum. Þar birtast ferða- manninum dásemdir óbyggðanna í víðáttu fjalla og skóga. Fyrir dalnum miðjum rís há, hvöss fjallsegg, er gnæfir við himin. Hún er lík vangamynd af manni. Svipmikil og tröllsleg nemur hún við dökkt kveldloft- ið. Þessi bergjötunn horfir hátt yfir sveitina. Fylgdarmaðurinn bendir okkur á hann og segir með dálitlum stolthreim í rómn- um: — Þetta er mynd af Björn- stjerne Björnson, sem móðir nátt- úra hefir mótað skýrar, fastar og stórfenglegar en nokkur dauðleg mannshönd gat gert. Þetta er verndarvættur Flámdalsbúa og minnisvarði Noregs um hinn stór- brotna snilling. Þar sem mikill er skógur uppi í hlíðunum á hamrasillum og stöllum, liggur hér og þar gildur stálstrengur á ská niður úr fjall- inu og neðst niður í hlíðina rétt við veginn. Eftir þessum strengj- um er eldsneyti dalbúa flutt úr illkleifum klettaveggjunum og niður að veginum. Annan veg verður hinum höggna skógarviði ekki komið ofan í dalbotninn. Svo þröngur er dalurinn sum- staðar, að sprengja verður ánni neðanjarðargöng alllanga kafla, til þess að járnbrautin fái rúm í botni hans. Háir rjúkandi fossar falla víða um hengiflug og gljúfurskorur niður af fjallabrúnunum. Og á löngum köflum ymur dalurinn allur af syngjandi nið vatnanna. Loks er beygt fyrir síðasta múl- ann, og Aurlandsfjörðurinn blas- ir við milli himinhárra fialla, sem lykja sveit og fjörð í stór- felldum risafaðmi. Hin geysi- langa vatnatunga liggur við ræt- ur þeirra, bládökk, blikandi og kyrr, eins og hún eigi ekkert skylt við úthafið sjálft, sem sí- kvikt og ólgandi dunar með endi- löngum ströndum landsins. Rökkrinu þokar yfir. Austur- brún fjallseggjarinnar verður dökk og húmug. Það er líkt og hlíðin drekki í sig mjúka, fall- andi kveldskuggana. Rétt niður við fjarðarbotninn stendur reisu- legt ferðamannahótel. Þar á hin fyrirhugaða endastöð járnbraut- arinnar að standa. Og úti á firð- inum liggur eimbátur, sem geng- ur um Sognfjörðinn með farþega. Kv.eldkyrrðin er yndislega hljóð og mild. Aðeins mjúkur fossniðurinn berst með léttum andvara innan dalinn, en svim- hátt yfir höfði manns bera dökk- ar fjallabrúnirnar við bládimmt kveldloftið. Og lengst í fjarska gnæfir risa- mynd Björnsons í hamrahnjúkn- um yfir alla byggðina, stolt og mikillát. Júlínóttin hvelfist yfir Sognsæ. Hallgr. Jónasson,

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.