Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 33

Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 33
D V O L 21 missa meðvitundina og sólin fór að aflagast og skjóta út öngum og vagga upp og niður á fárán- legasta hátt, þá tók hann eftir því, að frosinn súrefnisgeymir- inn hafði lekið súrefninu. Ósjálf- rátt greip hann til varageymis- ins. Samstundis viku allar hugs- anir fyrir þessari knýjandi nauð- syn: súrefni — súrefni! Sólin varð björt á ný; hreyfillinn drundi með sama hljóðfalli og áður. Hungrið var liðið frá. Hann vissi, að móðir hans var hvít og að hann hafði lagt af stað kl. 10,20 og var því ekki enn búinn að vera fullar sjötíu mínútur í lofti. Crecy undirforingi hló að þessu háværum, æskuléttum hlátri; en í þessari hæð dó hlát- urinn óðara út. Hann leit á hæð- armælinn og sá, að hann var kominn í 11,404 metra hæð. Næstu 100 metrana fór hann hægt og rólega — eins og hann væri aðeins í 4,000 metra hæð. En nú fór vélin að verða óstöð- ug; hún lét ekki að stjórn, en reikaði til og frá í þunnu loftinu. Hugsunin um það, að súrefnið myndi ekki endast þangað til hann væri kominn upp fyrir 11,702 metrana, sem John Mac- ready hafði komizt, nísti hann enn sárara en kuldi lofttómsins. Tíminn leið seint og silalega. Aft- ur saup hahn hveljur, fann til hjartsláttar, barðist við að ná andanum. Hann píndi sig til þess að hugsa um tilraunirnar á rann- sóknastofunni og til að trúa því, að þetta væri aðeins á lágu stigi og hættulaust. En það flykktust svo margir fiskar að honum, stór- ir og smáir, glaseygðir og kjána- legir, og áttu svo illa við hér uppi í loftinu. Því skaut upp eins og leiftri í huga hans, að hann væri að fljúga í geysihæð og einnig, að eitthvað væri í ólagi. Hann vissi, að það mátti kippa því í lag með einu handtaki. Hann saup hveljur og þjáðist, en gat ekki tekið höndunum til. Hann gat það ekki, vegna þess að allir þessir fiskar voru að þvælast fyr- ir honum. Þarna kom það. Hann varð að gera eitthvað við miðstöngina. Hann lyfti hendinni. Þá þaut stöngin frá honum, flúði undan hönd hans, fyrst fram, svo til vinstri; hann gat ekki fundið bölvaða stöngina. Hann lyfti upp stóru fluggleraugunum, sjálfsagt til þess að losna við fiskatorfurn- ar; nú voru augu hans hlífðar- laus ■—- einglyrnið var fyrir því vinstra. Honum fannst hann vera stunginn hnífi í heilann — og svo ekkert meir. Flugvélin ,,Marie Lemaire“ (S. A. III 26) fannst þenna sama dag á floti úti á hafi. Þótt und- arlegt megi virðast, var hún ekki mikið skemmd. Undirforinginn var dauður í flugmannssætinu og hönd hans frosin við hæðarstýr- ið; augu hans voru einnig fros- in og einglyrnið var enn fyrir því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.