Dvöl - 01.01.1937, Side 43
D V 0 L
íjarverandi. — Hvað kom allur
heimurinn honum við? Aðeins
þessi staður var heimili hans.
Iiér átti hann að dvelja og
livergi annars staðar.
Þegar hann stóð þarna og
horí'ði heim að húsinu, sem ljóm-
aði silfurhvítt í tunglsljósinu,
varð honum ljóst, að það var
ekki þetta — hið ytra —, sem
hann hafði þráð og saknað. Það
var sál hússins — ef hægt er að
komast þannig að orði — en nú
á þessari tunglsskinsbjörtu töfra-
nóttu urðu öll orð svo hversdags-
leg og máttlaus og gátu alls
ekki lýst tilfinningum hans —
en sál hússins var Leonora og
engin önnur.
— Ef hún vissi, að ég væri
hér, hugsaði hann, þá myndi
hún eflaust fara á fætur og koma
á móti mér!
Og á sama augnabliki varð
honum ljóst, að hann óskaði þess
framar öllu öðru! Að fá að
mæta Leonoru, — hinum bjarta
engli bernsku hans — einni —
hérna niðri á veginum — að fá
að tala við hana og segja henni,
hve hann hefði ávallt þráð hana
og hvernig hugsunin um hana
hefði ætíð gefið honum næga
krafta í öllum hættum og þrek-
raunum!
Hann hafði tæplega hugsað
þetta að fullu, þegar hann sá
hana koma. Hún kom eftir gang-
stígnum, sem lá milli hinna
gömlu ávaxtatrjáa. Skuggarnir
$7
léku sér í tunglsljósinu og vörp-
uðu töfrarósum á hinn skæra,
hvíta klæðnað hennar. Léttfætt
eins og barn hljóp hún á móti
honum og hann teygði fram
armana til þess að f|ðma hana
að sér.
En þá bandaði hún honum frá
sér, hló við honum og sagði:
— Nei, nei, elsku drengurinn
minn. Þú mátt ekki faðma mig.
Eg ... ég er orðin svo óttalega
mögur.
Hann lét handleggina síga.
Hann vissi ekki, af hverju það
stafaði, en hann gat ekki annað
en hlýtt henni, hversu hæg og
blíðleg, sem skipunin var. Hann
lét sér því nægja, að tala. Og
hann sagði henni frá þrá sinni
eftir henni og hvernig hún hefði
ljómað daga og nætur fyrir hug-
skotssjónum hans.
— Og nú er ég kominn til þín
aftur, sagði hann að lokum. Og
nú vona ég, að við þurfum aldrei
að skilja aftur.
Hún svaraði engu. Hún horfði
aðeins á hann, en þegar hann
sá vangasvip hennar, augu henn-
ar og hið ljósa hár, vaknaði
hugsun í brjósti hans, er var svo
einkennileg, að hann gat ekki
annað, en vakið máls á
henni:
— Erum við ekki lík að útliti,
bú og ég? hvíslaði hann ákafur.
Ég á við — þú ert nú svo falleg,
en það er ég ekki. En augu þín
. . . og nefið . . . og hárið . . .