Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 50
44
D V O I.
annars ritar laglega, hefir tak-
markaðri sýn yfir hin óendan-
lega breytilegu viðhorf lífsins.
— Höfundurinn er mjög ungur,
hefir auðsjáanlega litla lífs-
reynslu, en hinsvegar mjúkláta
í’ithöfundarhæfileika. Skuggarn-
ir af bænum er saga sveita-
drengs, sem enginn virðist kæra
sig um, og dæmi slíks þekkjum
við öll. Sagan er snoturlega skrif-
uð, tilþrifalítil og gallalítil. Höf-
undurirm getur því miður ekki
hreinsað sig af því að vera of á-
berandi háður áhrifum annars
þekkts íslenzks rithöfundar, og
er það ekki neitt einsdæmi á
þessum tímum meðal ungra höf-
unda, en því meiri ástæða fyrir
þá, sem hæfileika hafa, að var-
ast slíkt.
Ól. Jóh. Sigurðsson hefði gott
af því að fara í hákarlalegur,
símavinnu eða síld norður á
Siglufjörð nokkur ár, til þess að
kynnast fleiri þáttum í lífi þess
íslenzka alþýðufólks, sem hann
hefir hug á að skilja sem bezt.
Honum væri og óhætt að vei’a
dálítið sérstæðari og ákveðnari í
persónulegum rithöfundarskoð-
unum sínum, jafnvel þótt það
kynni að ýfa hárin á einum eða
öðrum. Það hefir sjaldnast orð-
ið minnst úr þeim rithöfundum,
sem mest hefir verið deilt um í
upphafi. Ritfærni hans er vel
þess virði, að hann neyti hennar
Óskelfdur og víkki sjóndeildar-
hring sinn út yfir sveitina heima,
til aukinna verkefna.
Persónurnar í Skuggarnir af
bænum' eru allar sennilegar, en
engin framúrskarandi. Þau orða-
tiltæki, sem höf. leggur þeim á
tungu, eru að sönnu íslenzk,
gömul og góð, og samvizkusam-
lega tínd þl, en þau eru tileink-
uð persónunum af handahófi og
skapa enga sérstæða svipi. Bezta
persóna sögunnar er unga stúlk-
an Sigrún. Þrátt fyrir smávægis
gönuskeið, eru víða snjöll grip í
lýsingum á hugsanalífi hennar.
Áður hefir höfundurinn sýnt, að
honum er lagið að skrifa um og
fyrir börn og unglinga.
„Kynslóðir koma“ eftir Hen-
r»k Thorlacius er frumsmíð og
ber ýms einkenni þreifandi
byrjandans. Höfundurinn sér
ýmislegt athugavert við þá ver-
öld, sem við lifum og hrærumst
í, vill koma víða við og gagn-
rýna sem mest. En við það verð-
ur sóknin slitrótt. Sagan er of
lausbyggð, lepandinn fær grúa
af fólki upp í hendurnar, sumt
hverfur óðara aftur, annað fæv
dálítið lengri sprett, unz það
verður að víkja fyrir nýjum per-
sónum. Fastan þráð og skarpar
línur vantar til þess, að þeir
sprettir, sem annars eru í bók-
inni, fái notið sín að fullu.
Svo kemur Stefán Jónsson með
„Konuna á klettinum“, tólf sög-
ur. gtefán hefir alloft látið til sín