Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 61
JOHN GALSWÖRTHV
TRÉÐ
Þýtt af Þórarni Guðnasyni
Frh.
V.
Þegar hann vaknaði, fannst
honum eins og hann hefði borð-
að sig saddan um nóttina, og þó
hafði hann ekki bragðað matar-
bita. Og æfintýrið daginn áður
virtist honum löngu liðinn at-
burður og fjarri öllum veruleika.
Þetta var yndislegur morgunn.
Loksins var vorið komið í öllu
sínu veldi — á einni nóttu virt-
ust ,,gullhnapparnir“, eins og
litlu strákarnir kölluðu sóleyj-
arnar, hafa lagt túnið undir sig
og úr glugganum sínum sá hann
hvernig eplablómin þöktu aldin-
garðinn, eins og hvít- og rauð-
dröfnótt ábreiða. Hann fór nið-
ur og bar næstum kvíðboga fyr-
ir því, að hann myndi hitta Me-
gan; og samt fann hann til
gremju og vonbrigða, þegar
hann sá, að það var ekki hún,
heldur frú Narracombe, sem
færði honum morgunverðinn.
Honum sýndist óvenjulegt fjör
í snögga augnaráðinu og hreyf-
ingunum á höggormshálsi þess-
arar konu. Skyldi hana gruna
nokkuð ?
„Svo að þér voruð á ferðinni
í nótt, ekki síður en tunglið, hr.
Ashurst! Fenguð þér nokkurs-
staðar að borða í gærkvöldi?“
Ashurst hristi höfuðið.
,,Við geymdum kvöldmat
handa yður, en þér höfðuð víst
meira að hugsa en svo, að þér
væruð að fást um slíka smá-
muni?“
Var hún að hæðast að honum,
þegar hún talaði svona til hans
í hinum sérkennilega raddblæ
sínum, sem ekki var enn búinn
að missa velska hreiminn til
fulls? Ef hún vissi nú allt! Og
hann hugsaði með sér: ,,Nei,
nei; ég skal losa mig undan
þessu. Ég ætla ekki að hleypa
mér út í svona bölvaða vit-
leysu“.
En þegar hann var búinn að
borða, vaknaði þrá hans að sjá
Megan og jafnframt því, sem
þessi þrá hans óx, tók hann að
óttast, að eitthvað hefði verið
sagt við Megan, sem hefði eyði-