Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.01.1937, Blaðsíða 66
60 DVÖL um og milli tíu og tuttugu villt eplatré voru í fullum blóma. Hann fleygði sér niður í grasið. Viðbrigðin, að koma frá sól- eyjadýrðinni heima á túninu, inn í þessa bláu fegurð, undir gráum klettahólnum, gerðu hann eitthvað svo undarlegan í skapi; allt var breytt, nema lækjaniðurinn og söngur gauks- ins, sem einnig heyrðist hér. Hann lá þarna lengi og fylgd- ist með gangi sólarinnar, þang- að til eplatrén tóku að varpa skugga á bláklukkurnar. Einu félagarnir hans voru nokkrar villtar býflugur. Hann féll í hálf- gert draumamók og fór að hugsa um kossinn um morgun- inn, og um stefnumótið undir eplatrénu. Á slíkum stað sem þessum hlutu skógarálfar að búa; lækjadísir, hvítar eins og blómin á ‘villtu eplatrjánum, hurfu inn í þessi tré, en skógar- álfar, brúnir eins og skrælnaðir burknar, lágu í leyni fyrir þeim. Þegar hann vaknaði upp af þess- um hugsunum sínum, voru gaukarnir enn að gala, hann heyrði nið rennandi vatns; en sólin var horfin bak við hólinn. Það var svalt í brekkunni, og nokkrar kanínur höfðu komið út úr holum sínum. ,,í kvöld!" hugsaði hann. Alveg eins og blómin skutu kollunum upp úr moldinni og opnuðu krónur ,sín- ar, þegar einhver hulin hönd snerti þá með mjúkum, sístarf- andi fingrum sínum, þannig var nú snert við hjarta hans, svo að það opnaðist og breiddi úr sér móti geislunum. Hann stóð á fætur og braut grein af einu eplatrénu. — Brumhnapparnir minntu hann á Megan — rós- rauðir, ungir og ósnortnir; og svo blómin, sem voru að opnast, hvít og smágerð. Hann stakk greininni í frakkahornið. Og ólgan, sem 'vorið olli í huga hans, fékk útrás í andvarpi, þrungnu af sigurgleði. En kan- ínurnar urðu hræddar og hlupu burt. IV. Klukkan var langt gengin ellefu um kvöldið, þegar As- hurst stakk á sig vasaútgáfunni af Ódysseifskviðu, sem hann var búinn að fletta í hálftíma, án þess að lesa nokkurt orð. Hann læddist út í aldingarðinn. Tungl- ið var nýkomið upp fyrir hæð- ina og gægðist eins og gull- bjartur, voldugur verndarandi milli lauflítilla greinanna á eski- tré einu. Ennþá var myrkur und- ir eplatrjánum, og hann fann stórgert grasið undir fótum sér, þegar hann staðnæmdist til að átta sig á stefnunni. Einhver svört þústa hreyfðist rétt fyrir aftan hann. Hann heyrði hátt rýt, og þrír stórir grísir lögðust aftur þétt hver upp að öðrum undir garðinn. Hann hlustaði. Það var blæjalogn, en hvíslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.