Dvöl - 01.01.1937, Side 68

Dvöl - 01.01.1937, Side 68
62 d v ö L virtist auka k óþreyju hans. Hann sleit af dálítinn skúf oghélt honum milli fingra sér — þrjú blóm. Það er synd að slíta blóm af aldintré — ung, saklaus, ynd- isleg blóm — og kasta þeim burt! Allt í einu heyrði hann, að hliðinu var lokað, og grísirnir fóru að ókyrrast aftur og rýta. Hann hallaði bakinu upp að trénu, þrýsti höndunum að mosa vöxnum stofninum og hélt niðri í sér andanum. Hún hefði vel getað verið andi að læðast milli trjánna; svo hljóðlega kom hún! Nú sá hann hana rétt hjá sér — líkama hennar bar í lítið skuggalegt tré, hvíta andlitið hennar í blóm þess. Hún var svo undur-hæglát og starði í áttina til hans. Hann hvíslaði: „Meg- an!“ og rétti út hendurnar. Hún hljóp áfram, beint í fangið á honum. Þegar Ashurst fann hjarta hennar berjast þétt uppi við brjóst sitt, kunni hann til hlítar skil á ábyrgðar- og á- stríðutilfinningunum. Hún var vaxin upp í öðrum jarðvegi en hann, hún var blátt áfram, ung og varnarlaus, hún unni honum svo heitt og treysti honum svo takmarkalaust; hlaut hann ekki vegna alls þess að vernda hana, þarna í myrkrinu! En hún var barn náttúrunnar og fegurðar- innar og hún var í ætt við vor- nóttina, engu síður en þessi lif- andi blóm; hví skyldi hann ekki þiggja allt, sem hún vildi gefa honum — hví ekki að gera vor- ið í hjörtum þeirra beggja að veruleika? Meðan þessi tvö öfl háðu baráttu í sál hans, faðmaði hann hana að sér og kyssti hár hennar. Hve lengi þau stóðu þarna þegjandi, vissi hann ekki. Lækurinn hélt áfram að þvaðra, uglurnar vældu, tunglið færðist hærra upp á loftið og var nú orðið ljósara á litinn; blómin allt í kringum þau og fyrir ofan þau skörtuðu í lifandi fegurð sinni. Þau leituðu hvort að ann- ars vörum, en mæltu ekki orð. Á því augnabliki, er þau færu að tala, myndi allt breytast! Vorið talar ekki, það aðeins hvíslar og skrjáfar í laufinu. Vorið, síleitandi og dásamlegt, felur í sér miklu meira en nokk- ur orð í lækjaniðnum eða þegar það breiðir úr blöðunum og opn- ar blómknappana. Og stundum kemur vorið lifandi, eins og ein- hver dularfull vera og tekur elskéndurna í faðm sinn og legg- ur töfrafingur á varir þeirra, svo að þeir gleyma öllu nema þessu eina — kossinum. Meðan hjarta hennar barðist við brjóst hans og hann fann varir hennar titra á munni sér, hafði fögn- uðurinn yfirhöndina í sál hans — örlögin höfðu varpað henni í faðm hans — ástin skyldi ekki svívirt! En þegar munnarnir skildust til þess að anda, hófst baráttan undir eins að nýju. En nú var ástríðan miklu sterkari.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.