Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 69

Dvöl - 01.01.1937, Qupperneq 69
D V O L 63 Hann varp öndinni: „Ó, Megan. Af hverju komstu?“ Hún leit upp, særð og undr- andi. „Þér báðuð mig að koma, herra minn“. „Kallaðu mig ekki „herra“, yndið mitt“. „Hvað átti ég að kalla yður?“ „Frank“. „Æ, ég gat það ekki“. „En þér þykir vænt um mig, er það ekki?“ „Jú, ég gat ekki gert að því. Mig langar til að vera hjá þér. Það er mér nóg“. „Nóg!“ Hún hvíslaði svo lágt að hann heyrði það varla: „Ég dey, ef ég fæ ekki að vera hjá þér“. Ashurst dró andann djúpt. „Komdu þá og vertu hjá mér“. Ó i“ Gagntekinn af lotningunni og fögnuðinum, sem fólst í þessu „Ó“, hélt hann áfram og hvísl- aði: „Við förum saman til London. Ég ætla að sýna þér heiminn. Og ég ætla að annast þig. Því lofa ég, Megan. Ég ætla aldrei að vera vondur við þig“. „Ef ég má vera hjá þér — það er mér nóg“. Hann strauk hár hennar og hvíslaði: „Á morgun fer ég til Torquay til þess að sækja peninga og kaupa föt handa þér, og svo förum við burt. Og þegar við komum til London, þá giftum við okkur kannske bráðum, ef þér þykir nógu vænt um mig“. Hann fann hreyfinguna á hári hennar, þegar hún hristi höf- uðið. „Æ, nei, það get ég ekki. Mig langar bara að vera hjá þér“. Ashurst var sem í leiðslu; hann hélt áfram í lágum rómi: „Það er ég, sem er ekki nógu góður handa þér. Ó, Megan, hvenær fór þér að þykja vænt um mig?“ „Þegar ég sá þig á veginum og þú leizt á mig. Fyrsta kvöld- ið elskaði ég þig, en ég hélt aldrei, að þú myndir vilja mig“. Allt í einu hneig hún niður á hnén og reyndi að kyssa fætur hans. Hrollur fór um Ashurst, hann lyfti henni upp og hélt henni fast að sér. Hann kom ekki upp nokkru orði. Hún hvíslaði: „Af hverju mátti ég það ekki?“ „Það er ég, sem ætla að kyssa þína fætur“. Honum vöknaði um augu, þegar hann sá bros hennar. Tunglið skein á bjarta andlitið hennar, og við honum blöstu bleikrauðar, opnar varir. Það var sem um hana léki hin sama lífi þrungna, yfirnáttúrlega feg- urð og blómin á eplatrénu. N.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.