Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 3

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 3
Ovöl cJúlí-sef>t. . 1941 . 9. árgangur . 5. heftl r rtlaginu Eftir Ilonoré de Ital/.nc Það er ótrúlegt, hve París geym- ir mörg æfintýri og marga sorgar- leiki bak við múra sína. Óteljandi leifturmyndir af fegurð og farsæld, myrkri og þjáningum. Ekkert hug- myndaflug getur nálgast sjálfan raunveruleikann að myndauðgi. Enginn mannsandi getur rakið þá miklu flækju atburða og atvika. Líf fólksins í stórri borg fléttast saman á svo óendanlega marga vegu og hvert fótmál, sem við stíg- um, er þrungið forlögum. Allt á sína sögu: Svipur í andliti, tötrar á herðum, nokkur töluð orð. Óaf- máanlegt smýgur það inn í hugskot mitt og sál. Ég finn, að ég er hluti af þessu fólki, lífi þess, gleði þess og hörmum. Konan, sem tók til í herberginu mínu, bað mig einu sinni, að gera sér þann heiður, að koma í brúð- kaup systur sinnar. Ég greiddi þess- ari konu fjóra franka á mánuði fyrir að koma á hverjum morgni og búa um rúmið mitt, þvo gólfið, bursta skóna og taka til morgun- verðinn. Kaupgjaldið gefur nokkra hugmynd um, hvers konar fólk þetta var. Maður hennar var smið- ur og fékk mjög lág laun. Þau áttu þrjú börn, og það gerði ekki betur en að þau gætu lifaö heiðarlegu lífi. En betri og velviljaðri mann- eskjum hefi ég aldrei kynnzt. í mörg ár, og eftir að ég var farinn úr borgarhverfinu, brást það ekki, að frú Vaillant kom á afmælis- daginn minn og færði mér dálít- inn blómvönd og nokkrar appelsín- ur — hún, sem aldrei átti þó eyri afgangs. Fátæktin hafði tengt okkur saman. Ég gat, því miður, aldrei gefið henni meira en tíu franka, og ég þurfti meira að segja að fá þá lánaða. Þetta skýrir kannske hvers vegna ég lofaði að koma í brúðkaupið. Mig langaði til þess að gleyma sjálfum mér í gleð- skap þessa fátæka fólks. Veizlan fór fram á lofti einu yfir vínkrá í Rue de Charenton. Veggir salarins voru svartir upp til miðs af elli og óhreinindum. Nokkrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.