Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 47

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 47
DVÖL 205 James bróðir hans gerðist sjó- maður, en allir vissu, að Tim var ekki til slíkra hluta fallinn. Hann var hraustur og dyggur og hafði tungutak O’Haraættarinnar, en svo kreppti það mikið að, að þeir yngstu báðu ákaft um brauð og lítið rúm var í hreiðrinu. í raun og veru var hann ekki fús til að fara utan, og þó langaði hann til þess, er hann hugsaði meira um það. Það er alloft svo með hina yngri sonu. Ef til vill var hann ferða- fúsari vegna Kitty Malone. Clon- melly er kyrrlátt og tilbreytingar- lítið hérað, og Kitty hafði verið sól- in í lífi hans. En nú var Malone- fjölskyldan farin til Ameríku. Það var alkunna, að Kitty hafði fengið slíka stöðu þar, að annað eins þekktist ekki heima á írlandi. Að vísu var sagt, að hún ynni hjá öðrum, en borðaði hún ekki af gulldiskum, eins og allir íbúar Ameríku, og hafði hún ekki gull- skeið til þess að hræra í tebollan- um sínum? Tim O’Hara hugsaði um þetta og öll þau tækifæri og æfintýri, sem biðu hins hrausta ungmennis, og loksins steig hann á skipsfjöl. Með sama skipi fóru margir aðrir frá Clonrrieliy, en hann gaf sig lítið að þeim og dreymdi sína eigin drauma. Hann varð fyrir miklum von- brigðum, er hann steig á land í Boston og fór að leita Kitty uppi. Hann fann hana, þar sem hún var með þvottabursta og fötu við hlið sér að þvo stigana í húsi eins Am- eríkumanns. En þetta skipti ekki miklu máli, þegar til kom, því að ennþá voru rósir í kinnum henn- ar, og hún leit á hann sömu aug- um og áður. Því varð ekki and- mælt, að írskur mótmælandi, ek- ill að atvinnu, var farinn að gera sér títt um hana. Tim var ekki um það gefið, en hann fann, að hann gat boðið öllu birginn, er hann var búinn að sjá Kitty. Hann var meðal þeirra fyrstu, sem buðu sig fram, er auglýst var eftir hraustmennum til vinnu í hinu villta landi í vestri. Þau brutu pening, Kitty og hann, áður en þau skildu, og héldu sínum hlut- anum hvort. Þetta var að vísu enskur peningur, en það var ekk- ert aðalatriði í þeirra augum. Tim ætlaði að afla sér fjár og frama, og Kitty ætlaði að bíða hans, þótt foreldrar hennar drægju taum mótmælandans. Það gefur að skilja, að vinnan þarna vestur frá var enginn gam- anleikur, en Tim var ungur. Hið máttuga og villta laðaði hann að sér. Hann drakk með þeim þorst- látustu og slóst við þá trylltustu, og þær listir báðar kunni hann vel. Brautirnar lengdust vestur eftir nakinni sléttunni, — viðareldar eimvagnanna snörkuðu og hrinu, kuldinn nísti, myrtur maður lá upp í loft á sléttunni og starði brostn- um augum á stjörnurnar — en Tim þótti aðeins gaman að þessu öllu. Kóleran og hitasóttin gerðu y:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.