Dvöl - 01.07.1941, Side 24

Dvöl - 01.07.1941, Side 24
182 DVÖL ann hann föður hans, sem hefði stokkið til Ameríku. Andrés var orðfár maður. Það var ekkert illt til í honum. Hann var langur og krangalegur — all- ur á lengdina. Hann var fölleitur og mjósleginn um brjóst og herðar. Hann móðgaði engan. Honum var vísað frá herþjónustu. — Nú smíð- aði hann líkkistur, eins og til að hefna sín svo kyrrlátlega sem unnt var. Hann var næsta kyn- sæll og eignaðist árlega barn með kvensnift einni, sem engum öðr- um gat til hugar komið að líta við. Lavst Eiríksson hafði sprottið upp sem frjóangi af svipaðri teg- und manna á sínum tíma. Fyrst varð hann léttadrengur, síðan að- stoðarmaður og loks vinnumaður. Hann sá um sig og harðnaði við stritið, glapti svo unga stúlku á óhappastund og losnaði ekki við hana aftur. Ein ógæfan fylgir annarri. Lavst elskaði stúlkuna. Það er að segja, tók athafnir sín- ar alvarlega og ákvað að taka af- leiðingunum af synd sinni. En slíkt er mikillæti, sem almenningur ekki fyrirgefur, því að hann krefst þess, að allir séu jafnir í svíns- legri framkomu hver við annan. Lavst sýndi, að hann var ekki til- finningalaus og þess vegna var honum útskúfað úr sínum hópi. Slíkur maður verður að byrja frá rótum, og eins og ástandið var á dögum Lavst,’ lenti hann út á heiðina. Fyrir þessi hundruð rík- isdali, sem hann hafði dregið sam- an, keypti hann spildu af lyng- mó, og sunnudag einn sást hann ganga um eignina með þessu konu- efni sínu. Þau voru eins og hefð- arfólk, sem er að létta sér upp. Þau voru að velja sér bæjarstæði. Og fólkinu í Graabölle til ásteyt- ingar kusu þau sér áberandi stað uppi í lyngholti einu, þar sem út- sýni var, eins og það væri þó ekki betra fyrir þau að koma sér fyrir niðri í einhverju af þessum fúlu mýrarsundum, sem fátæklingar með sómatilfinningu eru vanir að nota til að reisa hreysi sín í. Um veturinn dró Lavst að sér grjót og alls' konar spýtnarusl og hrúg- aði því saman efst uppi á holtinu, og um vorið byrjaði hann að byggja, einn síns liðs. — Það varð jarðhýsi að hálfu leyti, því að hann gróf baðstofuna niður, hlóð tóftina innan með stórgrýti og þakti yfir með lyngi. Og ekki var smekkur hans betri en það, að hann reisti fánastöng við hliðina á þessari höll. Hann hafði keypt hana á uppboði og málað hana hvíta með gormlaga rák eftir endilöngu. Á henni blakti fáni, þarna úti á eyðilegri heiðinni, daginn, sem hjónaleysin fluttu þangað. Það var uppátæki, sem hann átti eftir að finna smjörþef- inn af. Lavst og Metta Kristín áttu nú fyrir höndum tuttugu til þrjátíu ára strit við að rækta heiðarblett- inn, með handafli sínu einu. Á- rangurinn gat orðið sá, að fá af-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.