Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 37

Dvöl - 01.07.1941, Qupperneq 37
D VÖL 195 Matthías á morgnana mikið væran sefur, en hann Kristján kvölddúra kæra tíðum hefur. Undir kærum Kristjáni, kynjasmáum hali, rær hann pabbi í rósemi, reifuöum í sjali. í seinni vísunni er orð, sem vel gæti verið kjörorö heimilisins. Það er orðið „rósemi“. Með því er gefið í skyn, að meginþættir heimilisins hafi verið kærleiki, friður og rósemi, og eiginlega er ekki hægt að velja þá fegurri. Við vitum, að rósemi er ætíð sam- fara trausti og trú, og þetta þrennt eru dýrindisperlur á vegferðinni gegnum lífið. Og rósemin hefir ætíð fylgt þessu fólki, Og hver vill nú rjúfa þenna heimilisfrið, slökkva ljósið, þegar allt sýnist lofa löngum og fögrum degi? En það kvöldar stundum snemma í kærleikshöll. Ég man, að mörgum fannst mik- ið um, þegar það fréttist, að Helgi í Kotinu væri dáinn. Það kom svo óvænt. Hann var svo ungur, og dauðinn sýndist svo langt í burtu. Ekkjunni var vorkennt. Hún var ung og einmana með litlu dreng- ina sína. Án efa hefir henni sjálfri sýnst framtíðin skuggaleg, lífið vegleysa ein. Við sjáum svo skammt. Og svo hann Kristján gamli. Hann missti þarna son sinn. En fyrir gamalmenni skipt- ir líf og dauði ekki máli. Hrukk- urnar i andlitinu gátu ekki orðið dýpri og drættirnir ekki hörku- legri; kólga lífsins hafði þar full- komnað öll sín handaverk. Þótt Helgi félli frá á unga aldri og auðnaðist ekki að leiða dreng- ina sína nema skammt á veg, þá er óhætt að fullyrða, að hann lagði ekki minni skerf til þjóð- félagsins en sumir, sem lengi lifa. Svo vel eru þessir tveir synir hans að manni, að hverri sveit og sýslu er sæmd að slíkum mönn- um. Það var algengt í fyrri daga að taka upp heimilin, þegar eitt- hvað þessu líkt kom fyrir. Börn- in voru tekin frá mæðrum sínum og látin í þá staði, sem lægst var meðgjöfin, án tillits til þess, hvort heimilið var barninu hent- ugt eða ekki. Það hefir líklega verið af vana, hvað fólkið var kalt fyrir þessu. Þegar Ólöf var orðin ekkja, varð hún að láta Matthías frá sér. Sjálf fór hún í vinnukonustöðu og hafði Kristján með sér; hann var yngri. Þessi staða gat verið ærið vandasöm og þreytandi í misjöfn- um vistum, en í þessu sem fleira var hún mjög heppin, jafnvel láns- söm. Helgi dó haustið 1882. Þá fór Ólöf að Þambárvöllum í Bitru og Kristján meö henni, en Matthías fór að Einfætingsgili og var þar um veturinn. Vorið eftir fór Ólöf að Þrúðardal í Kollafirði, til Margrét-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.