Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 4
162
D VÖL
trébekkir stóðu við gafl. Þarna var
nálægt 80 manns saman komið.
Allir voru í beztu sunnudagafötun-
um. Stúlkurnar höfðu skreytt kjól-
ana meö blúndum og blómum, eft-
ir því, sem takmörkuð efni leyfðu.
Fólkið var í veizluskapi, og það
fór að dansa eins og það ætti lífið
að leysa. Brúðguminn og brúðurin
veifuðu höndunum til gestanna og
ungu stúlkurnar svöruðu í kór með
„ah — ah“ og „óh — óh“. Þær
horfðu glampandi augum á ungu
mennina, og þó var meiri hrein-
leiki og sakleysi í svipnum en í
hinu dulbúna augnaráði sumra
stallsystra þeirra, sem hærra eru
settar. Gleðiblær samkomunnar,
fábreytinn og óþvingaður, greip
mig undarlegum tökum.
En veizlan, gestirnir og giftingin
eru lítill hluti af þessari sögu. Það
er í mesta lagi forgrunnur mynd-
arinnar. En forgrunnur er líka
nauðsynlegur í hverri mynd.
Reyndu að gera þér í hugarlund
vírikrána, vínþefinn og gleðiópin.
Þú ert mitt í glaðværð þessa fá-
tæka fólks, fólks á öllum aldri. Það
er lúið og lotið, það er ungt og
óbeygt, og það hefir látið eftir sér
að njóta einnar nætur í áhyggju-
lausri gleði.
Þriggja manna hljómsveit lék
fyrir dansinum. Þeir voru allir frá
blindrahæli. Einn lék á fiðlu,
annar á flautu og þriðji á eins
konar lúður. Þeir buðu hvorki upp
á lög eftir Beethoven né Rossini,
en þeir léku af beztu getu og eins
og þeim var eiginlegast. Hljóðfæra-
leikararnir vöktu strax athygli
mína, þótt ekki væri fyrir ann-
að en það, hve óþyrmilega tónar
hljóðfæra þeirra herjuðu á hljóð-
himnurnar. Þeir stóðu úti í hálf-
myrkvuðum gluggaskansinum, og
andlit þeirra sáust óglöggt. Af ein-
hverjum ástæðum komst ég fljót-
lega í nálægð þeirra, þótt það hefði
raunar verið ætlunin að halda mig
sem fjærst. Eftir það gleymdi
ég dansinum, glaðværðinni og
brúðkaupinu, og það var eins og
sál mín hyrfi inn í líkama gamla
lúðurþeytarans.
Hinir tveir vöktu enga sérstaka
eftirtekt. Þeir höfðu venjulegt
svipbragð blindra manna; hrein-
skilið, athugult og alvarlegt. Allt
öðru máli gengdi með lúðurþeytar-
ann, félaga þeirra. Andlit hans
hlaut að vekja eftirtekt, hvar sem
hann fór. Hugsaðu þér höggmynd
af Dante, baðaða fölbleiku ljósi.
Silfurhvítar hærur yfir hvelfdu
enni. — Blindan jók á svipbrigði
sorgar og lífsgremju á stórbrotinni
ásjónu. Gegnum dauð augu rofaði
í sál þessa manns eins og falinn
eld.
Gamli maðurinn þeytti lúðurinn,
án þess að skeyta neitt um tíma eða
tónfall. Fingurnir hvörfluðu vél-
rænt yfir slitnar nótur, og dans-
fólkið kærði sig kollótt um hljóm-
rof og falska tóna.
Það var einhver hálf týndur
höfðingsblær, eða jafnvel harð-
stjórasvipur, á þessum gamla Hó-