Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 17
DVÖL 175 Hnoðri litli lötrar á eftir, og tekur á sig ýmsa króka og snuðrar kring- um þúfur og steina, eins og hund- um er títt. Það tekur að rökkva. Við erum þögul og hver hugsar sitt. Undar- legt ferðalag að leggja á öræfi undir nóttina. Erum við að flýja byggðina, eins og þeir, sem fallið hafa í ónáð hjá þjóðfélaginu? Fjar- stæða. Eða förum við að dæmi sauð- kindarinnar, sem leitar til öræf- anna þegar sumrar og grænkar til fjalla? Enn meiri fjarstæða. Brúsatjörn er til hægri handar, sunnan við Bœjarmýrina. Þar sé ég andahóp, eða kannske það sé i- myndun. Það er orðið svo rökkvað, að ég sé það ógerla. Spói flýgur yfir veginn, fyrir framan okkur; þeir halda ennþá til hérna á ásn- um. Mér kemur í hug kvæðið henn- ar ísabellu um Öskju, sem hún skrifaði í gestabókina í Víðikeri. Það var þrungið hrifningu og til- hlökkun, en ef til vill hefði mátt segja, að þar hafi verið minna um vizku. Samkvæmt því var að skilja að Askja væri fjall, svo hátt, að Þangað gæti spóinn flogið einn allra fugla. Ágústnóttin, mild og hlý, vefur allt í dökkan faðminn. Við förum framhjá Svartárkoti. Þar er búið að loka bænum og allt er hljótt. Vegurinn liggur upp með vatninu að sunnan, og svo tekur hraunið við. „Útilegumenn um Ódáðahraun eru máske að smala fé á laun“. Þei, þei. Dauðaþögn ríkir. Hvílík ógnar eyðimörk. Þessi hraunálma er kölluð Bruni og gengur niður með Suðrá að norðan og austan. Það hefir fokið í hana sandur, svo að vegurinn er ekki tilfinnanlega slæmur. ísabella hefir dregizt aftur úr. Ég kalla til hennar og bið hana að verða samferða. Hún sinnir þvi lítið og dregst enn aftur úr. Ég sé, að hún ræður illa við hestinn, svo ég stanza og ætla að láta hana fara á undan mér. Loks kemur hún, eða öllu heldur klárinn kemur með stúlkuna, og ég bið hana að vera á undan, því að þá muni förin ganga greiðlegar. „Já,“ segir hún, en klár- inn fer sínu fram og labbar slóðina á eftir mínum hesti, svo að ég verð að ríða aftur fyrir. Og þá hefi ég fengið einum trússahestinum fleira til umsjónar. Við komum að Suðrá og förum með fram henni upp í Suðrárbotna og erum komnir þangað eftir nálega tveggja stunda ferðalag frá Svart- árkoti. Þar er gangnamannakofi Mývetninga og nokkur hestahagi á mel- og víðivöxnum sandöldum. Við stönzum þar nokkra stund, og sleppum klárunum í síðasta bit- hagann.Þeir eru ókyrrir.eins og það sé í þeim óhugur við að leggja á auðnina. Þarna höfum við hesta- skipti, áður en lagt er af stað aftur. Allir virtust vera haldnir af eftir- væntingu eöa kvíða, nema Hnoðri. Hann er fús til fararinnar og þó ó- tilkvaddur. Við förum fram hjá upptökum árinnar. Vegurinn liggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.