Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 56
214 DVÖL „AS hverju ertu nú að hlæja?“ spurði hann gremjulega. „Ég skal segja þér, að ég þjáist af hugar- angri.“ „Ég er að hlæja að manni, sem ætlar að láta eitt lítið bréf fæla sig frá unnustu sinni, en á þó orðið nokkurt handbært fé, og vinnusamningur hans gildir aðeins til næstu mánaðamóta." Tim O’Hara sló hægri hnefan- um í vinstri lófann. „Ja, þetta er svo sannarlega rétt hjá þér, lagsmaður,“ sagði hann. „Við förum til Boston undir eins og þessu verki er lokið.“ Tim O’Hara verkamaður hafði farið vestur á slétturnar. En það var Tim O’Hara járnbrautarstarfs- maður, sem fór austur aftur. Hann ferðaðist með góðum vagni, eins og heldri maður, og hann hafði í vasanum ókeypis farseðil og enn- fremur skriflegt loforð um starf við járnbrautirnar, sem hæfði kvonguðum manni. Tim O’Hara tókst að halda dvergnum í skefj- um á leiðinni, með því að gefa honum nóg af hnetum. Að vísu varð dvergurinn orsök nokkurra vandræða á leiðinni, eins og til dæmis, er hann beit feita frú, sem kallaði hann „elsku litla drenginn." Tim O’Hara keypti þeim báðum nýjan klæðnað, frá hvirfli til ilja, er þeir komu til Boston. Svo gaf hann drengnum fáeina dali og sagði honum að skemmta sér eftir beztu föngum, klukkustund eða svo, með- an hann færi sjálfur að heimsækja Kitty Malone. Hann gekk öruggur heim til Mal- one-fjölskyldunnar, og svo sannar- lega voru þau þarna saman í fremri stofunni, Kitty og mótmælandinn! Hann var að reyna að taka hönd hennar, en hún varnaði honum þess. Þetta kom blóði Tims á hreyf- ingu, en Kitty rak upp hljóð, er hún sá hann. „Ó, Tim“, sagði hún. „Tim! Og mér var sagt, að þú hefðir dáið úti á sléttunum“. „Og því er nú ver, að svo var ekki“, sagði mótmælandinn og þandi út brjóstið, sem var alsett gylltum hnöppum. „En því illa er óhætt“. „Illa, segir þú, bölvaður trúvill- ingurinn“, sagði Tim O’Hara. „Við þig hefi ég aðeins eitt að segja: Ætlar þú að standa kyrr eða flýja?“ „Ég mun standa kyrr, jafn fast- ur fyrir og við vorum við Boyne Water“, sagði mótmælandinn og glotti illilega. „Eða hverjir ætli það hafi verið, sem við sáum aftan und- ir daginn þann?“ „Það syngur þá svona í þér, kunningi“, sagði Tim O’Hara. „Ég skal svei mér hjálpa þér að dansa eftir þeim söng. Hver er sá, sem ekki þorir að minnast á árið ’98?“ Mótmælandinn kom engum orð- um við, og Tim sló hann í rot í einu höggi, Malone-hjónunum til mikill- ar skelfingar. Gamla konan tók að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.