Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 22
180
D VÖL
Heiðin er hvorki fríð né frjó,
það fá þeir að vita, er reyna.
Þó leynast þar grös í gráum mó
viö gamburmosa og steina.
Þar eru vindsorfin helluhraun,
fyrir hundruðum ára runnin.
Þar sér inn í jarðar kulnuð kaun,
kolsvört og öskubrunnin.
Þar liggur hín gamla götuslóð,
gengin frá landnámsdögum.
Moldin geymir þar. mannablóð
og mikið af fornum sögum.
Við Múlann er gránuð mosaþúst
— í minni ég festi hana. —
Það er sigin og veðruð sœluhúsrúst
sunnan í blásnum rana.
Þar gistu menn áður, ef á þá brast,
og ekki var gistingin sœla.
Afturgöngur þá ásóttu fast,
og útburð heyrðu þeir vœla.
Þaki var riðið og hælum hart
um húsmœni freðinn barið.
Á þessu gekk, unz orðið var bjart,
og aftur af stað var farið.
Kofinn er fallinn, og það er þögn
á þústunum mosagrónum,
því fríð hafa hlotið þau furðumögn,
sem formœltu og grétu í snjónum.
Hœgindabifreið um heiðarland
hraðar fuglinum líður,
hvar blóðrisa fótum um brunasand
gekk blásnauður förulýður.
Þótt bæri hann hvorkipelleðaprjál,
né purpuraliti á vörum,
þá átti hann Ijóð og söng í sál
undir svörtum og rifnum spjörum.
Og hann átti drauma og hjartans
þótt hefði’ ekki mat á borðið. f þrá,
Og hugurinn margt í hillingum sá,
sem hefir að veruleik orðið.
Sögu hann kunni um rekkju, sem
og rataði lönd og grœði. [rann
Og aðra um fágœtan ferðamann
á fljúgandi töfraklœði.
Nú lýtur manninum loft og haf,
á Ijósvaka orð hans svífur.
Tœknin gaf draumunum töfrastaf.
Tvíþekjan loftið klýfur.
!