Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 22
180 D VÖL Heiðin er hvorki fríð né frjó, það fá þeir að vita, er reyna. Þó leynast þar grös í gráum mó viö gamburmosa og steina. Þar eru vindsorfin helluhraun, fyrir hundruðum ára runnin. Þar sér inn í jarðar kulnuð kaun, kolsvört og öskubrunnin. Þar liggur hín gamla götuslóð, gengin frá landnámsdögum. Moldin geymir þar. mannablóð og mikið af fornum sögum. Við Múlann er gránuð mosaþúst — í minni ég festi hana. — Það er sigin og veðruð sœluhúsrúst sunnan í blásnum rana. Þar gistu menn áður, ef á þá brast, og ekki var gistingin sœla. Afturgöngur þá ásóttu fast, og útburð heyrðu þeir vœla. Þaki var riðið og hælum hart um húsmœni freðinn barið. Á þessu gekk, unz orðið var bjart, og aftur af stað var farið. Kofinn er fallinn, og það er þögn á þústunum mosagrónum, því fríð hafa hlotið þau furðumögn, sem formœltu og grétu í snjónum. Hœgindabifreið um heiðarland hraðar fuglinum líður, hvar blóðrisa fótum um brunasand gekk blásnauður förulýður. Þótt bæri hann hvorkipelleðaprjál, né purpuraliti á vörum, þá átti hann Ijóð og söng í sál undir svörtum og rifnum spjörum. Og hann átti drauma og hjartans þótt hefði’ ekki mat á borðið. f þrá, Og hugurinn margt í hillingum sá, sem hefir að veruleik orðið. Sögu hann kunni um rekkju, sem og rataði lönd og grœði. [rann Og aðra um fágœtan ferðamann á fljúgandi töfraklœði. Nú lýtur manninum loft og haf, á Ijósvaka orð hans svífur. Tœknin gaf draumunum töfrastaf. Tvíþekjan loftið klýfur. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.