Dvöl - 01.07.1941, Side 69

Dvöl - 01.07.1941, Side 69
DVÖL 227 ekki fríður, en bar með sér lífsþrótt, er endast myndi í marga ættlði. Þessi drengur var fæddur til þess að lifa, en baróninn líklega ekki. Anna tárfelldi, þegar drengur- inn var tekinn og fluttur á barna- hæli, en lét smámsaman huggast við hið góða viðurværi á aðals- setrinu. Hún neytti sama matar og hefðarfólkið og fékk eins mik- ið af víni og öli og hún gat torgað. Hún ók um allar jarðir í stórum skyggnisvagni með þjón í öku- mannssætinu. Og hún las „Þúsund og eina nótt.“ Aldrei hafði hún átt svona góða daga. Að tveim mánuðum liðnum kom Andrés heim. Hann hafði dvalið hjá foreldrum sínum, etið þar og drukkið og hvílt sig. Hann sett- ist að í nýju hjáleigunni og fór brátt að lengja eftir Önnu sinni. Gat hann að minnsta kosti ekki fengið að spjalla við hana? Nei, það vildi barónsfrúin ekki leyfa. — „Þess háttar látum við ekki viðgangast.“ Anna tók að láta á sjá, og bar- önssonurinn grét. Læknirinn var spurður ráða. „Lofum þeim að hittast,“ sagði hann. „Ætli það sé ekki háskalegt?" „Síður en svo.“ En þá varð læknirinn að skoða Andrés fyrst. Það vildi Andrés ekki leyfa. Hann eignaðist fáeinar kindur — og síðan var hann grandskoð- aður. IIver Hagði? 1. Án er illt gengi, nema heiman hafi. 2. Það átt þú eftir, er erfiðast er, en það er að deyja. 3. Það er mælt, Sigmundur, að skamma stund verður hönd höggi fegin. 4. Góðar em gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna. 5. Þeir einir munu vera, að ég hirði aldrei, þó að' drepist. 6. Reynt mun slíkt verða, hver grjóti hleður að höfði öðrum. 7. Eigi brást hann Vitazgjafinn. Og barónssonurinn hætti að gráta. En nú bárust þau tíðindi af barnahælinu, að sonur Önnu hefði dáið úr barnaveiki. Önnu féll þetta svo þungt, að hún hætti að mjólka, og barónssonurinn grét allt hvað af tók. Anna var látin hætta barnfóstrinu og önnur brjóstmóðir ráðin. Andrés var himinlifandi yfir því að komast nú í raunveru- legt hjónaband, en Anna hafði tamið sér ýmsa nýja siði. Hún gat ekki drukkið Brasilíukaffi; varð að fá Javakaffi. Heilsunnar vegna gat hún ekki borðað síld sex sinn- um í viku. Hún gat ekki heldur fengizt við móinn, svo að brauð var af skornum skammti á bæn- um þeim. Ári síðar flosnaði Andrés upp, en baróninn var honum svo vel- viljaður að taka hann í vinnu. Anna varð vinnukona á aðals-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.