Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 81

Dvöl - 01.07.1941, Blaðsíða 81
D VÖL 239 Lýsingar og skyndimyndir frá þessum ferðalögum hafa birzt eftir hann í nokkrum bæklingum. Eru þar mjög lit- auðugar og skáldlegar lýsingar á lífi og náttúrufegurð fjarlægra landa. Nokkuð hefir J. V. Jensen fengizt við ljóðagerð, en hann er fyrst og fremst kunnur sem sagnaskáld og stendur þar meðal fremstu nútímaskálda Danmerkur. Stephen Vincent Benet er Ameríkumaður. Hann er fæddur 22. júlí 1898. Hann byrjaði snemma að yrkja ljóð, og hafði hlotið mörg verðlaun i ljóðasamkeppni, er hann útskrifaðist úr Yale-háskólanum 1920. Nokkrum árum síðar hlaut hann stærstu bókmennta- verðlaun í Ameríku, Pulitzer-verðlaunin, fyrir söguljóðið „John Brown’s Body“. Eftir það fór hann að snúa sér að sagna- gerð og hefir eignazt sæti meðal hinna betri smásagnahöfunda þessa tíma. Sögur hans eru oft gamankenndar og stundum mjög fjarri veruleikanum að efni — en engu að síður eru þær ísmeygilega vel geröar, og fullar alvöru undir niðri. Johan August Strindberg var einn ágætasti ritsnillingur 19. ald- arinnar og mun jafnan talinn meðal hinna mestu skálda. Hann fæddist i Stokkhólmi 22. janúar 1849 og gekk ung- ur menntaveg. Námið gekk skrykkjótt, og loks lét hann af því með öllu 1872. Sneri hann sér þá að ritstörfum. Frægð og fulla viðurkenningu meðal samtíðarmanna sinna hlaut hann þó eigi fyrr en 1879, er skáldsagan „Röda rummet“ kom út. Var hann á þessum árum um hríð blaðamaður, bókavörður og kennari og nam kínversku. „Röda rummet" vakti meiri styrr í Sví- þjóð en nokkur önnur bók, er komið hafði út þar í landi, og leiddi til mikils sigurs fyrir raunsæisstefnuna. Hefir Strindberg sjálfsagt orðið áhrifamestur allra sænskra skálda. Hann skrifaði mikinn fjölda bóka, leikrit, sögur, sagnrit og Ijóð. Hann var ávallt stríðshetja, umdeildur og jafnvel sóttur að lögum fyrir bersögli sína. Til- finningar hans voru mjög heitar og ádeilur vægðarlausar, hvert sem hann sneri geiri sínum. Þjóðfélagsádeilur hans voru mjög harkalegar. Allur yfirdreps- skapur var honum fjarri skapi. Um skeið var hann ofsafenginn kvenhatari og deildi af mikilli heift á kvenfólkið og alla þróun menningarinnar. Sumar bækur hans eru helgaðar þeim boðskap, að menn skuli hverfa aftur til náttúrunnar. August Strindberg lézt árið 1912, 63 ára gamall. Kathryn Forbes er ung amerísk skáldkona af norskum ættum. Nokkrar sögur eftir hana hafa birzt í ameríska tímaritinu Readers Digest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.