Dvöl - 01.07.1941, Side 81
D VÖL
239
Lýsingar og skyndimyndir frá þessum
ferðalögum hafa birzt eftir hann í
nokkrum bæklingum. Eru þar mjög lit-
auðugar og skáldlegar lýsingar á lífi og
náttúrufegurð fjarlægra landa. Nokkuð
hefir J. V. Jensen fengizt við ljóðagerð,
en hann er fyrst og fremst kunnur sem
sagnaskáld og stendur þar meðal fremstu
nútímaskálda Danmerkur.
Stephen Vincent Benet
er Ameríkumaður. Hann er fæddur 22.
júlí 1898. Hann byrjaði snemma að yrkja
ljóð, og hafði hlotið mörg verðlaun i
ljóðasamkeppni, er hann útskrifaðist úr
Yale-háskólanum 1920. Nokkrum árum
síðar hlaut hann stærstu bókmennta-
verðlaun í Ameríku, Pulitzer-verðlaunin,
fyrir söguljóðið „John Brown’s Body“.
Eftir það fór hann að snúa sér að sagna-
gerð og hefir eignazt sæti meðal hinna
betri smásagnahöfunda þessa tíma. Sögur
hans eru oft gamankenndar og stundum
mjög fjarri veruleikanum að efni — en
engu að síður eru þær ísmeygilega vel
geröar, og fullar alvöru undir niðri.
Johan August Strindberg
var einn ágætasti ritsnillingur 19. ald-
arinnar og mun jafnan talinn meðal
hinna mestu skálda. Hann fæddist i
Stokkhólmi 22. janúar 1849 og gekk ung-
ur menntaveg. Námið gekk skrykkjótt, og
loks lét hann af því með öllu 1872. Sneri
hann sér þá að ritstörfum. Frægð og fulla
viðurkenningu meðal samtíðarmanna
sinna hlaut hann þó eigi fyrr en 1879,
er skáldsagan „Röda rummet“ kom út. Var
hann á þessum árum um hríð blaðamaður,
bókavörður og kennari og nam kínversku.
„Röda rummet" vakti meiri styrr í Sví-
þjóð en nokkur önnur bók, er komið hafði
út þar í landi, og leiddi til mikils sigurs
fyrir raunsæisstefnuna. Hefir Strindberg
sjálfsagt orðið áhrifamestur allra sænskra
skálda. Hann skrifaði mikinn fjölda bóka,
leikrit, sögur, sagnrit og Ijóð. Hann var
ávallt stríðshetja, umdeildur og jafnvel
sóttur að lögum fyrir bersögli sína. Til-
finningar hans voru mjög heitar og
ádeilur vægðarlausar, hvert sem hann
sneri geiri sínum. Þjóðfélagsádeilur hans
voru mjög harkalegar. Allur yfirdreps-
skapur var honum fjarri skapi. Um skeið
var hann ofsafenginn kvenhatari og deildi
af mikilli heift á kvenfólkið og alla þróun
menningarinnar. Sumar bækur hans eru
helgaðar þeim boðskap, að menn skuli
hverfa aftur til náttúrunnar. August
Strindberg lézt árið 1912, 63 ára gamall.
Kathryn Forbes
er ung amerísk skáldkona af norskum
ættum. Nokkrar sögur eftir hana hafa
birzt í ameríska tímaritinu Readers Digest.