Dvöl - 01.07.1941, Side 7

Dvöl - 01.07.1941, Side 7
OVÖL 165 æfintýraríkra atburða, og mér fannst, að hann mundi líka sjá myndirnar, sem þutu gegnum hug- arheima mína. Blint fólk er svo skilningsnæmt. Það sér i gegnum múra, sem eru lokaðir sjáandi aug- um. Þessi grunur minn virtist iíka von bráðar hafa við nokkuð að styðjast. Facino Cane hætti að leika á lúðurinn og gekk til mín. „Við skulum ganga út“, sagði hann, og rödd hans snart mig eins og rafstraumur. Ég bauð honum arminn, og við héldum af stað. „Viltu fara með mér til Feneyja?“ sagði hann, þegar við komum út á strætið. „Viltu vera leiðsögu- maður minn? ■— Viltu trúa mér? — Þú skalt verða tífalt ríkari en auð- kýfingarnir í Lundúnum eða Amst- erdam. — Ríkari en Rothschild Auðæfi „Þúsund og einnar nætur“ standa þér til boða“. Rödd hans var undarlega sann- fserandi, og þó flaug mér í hug, að hann hlyti að vera brjálaður. Ég lét hann ráða ferðinni, og hann stefndi til Fossés de la Bastille, eins °g hann væri sjáandi. Hann staö- næmdist ekki fyrr en við komum á einmanalegan stað við fljótsbakk- ahn, þar sem Saint Martin-síkiö fellur í Signu. Hann tyllti sér á stein, og tunglsbirtan glampaði á silfurhvítum hærunum, þar sem hann sat á móti mér. Þrumuhljóö bmferðarinnar á breiðgötunum, virtust koma úr óra fjarlægð. Um- hverfið og tunglsbirtan höfðu feng- ið einhvern annarlegan blæ eins og það hefði verið lostið með töfra- sprota. „Þér talið um miljónir við ungan mann, og sannarlega mundi hann ekki hika við erfiðustu torfærur, ef hann ætti þess kost aö verða þeirra aðnjótandi", sagði ég. „En eruð þér ekki að gera að gamni yðar?“ „Nei, ungi maður, ég sver þér, að mér er ekkert gaman í hug. Ég var einu sinni tuttugu og eins árs eins og þú ert nú. Ég var auðugur, glæsi- legur og göfugrar ættar. Ég byrjaði með ástinni, — fyrstu brjálsemi mannanna. Ég unni heitar en nokk- ur maður annar nú á dögum. Ég hefi faliö mig í kistum og klefum og þrásinnis átt það á hættu aö verða rekinn í gegn fyrir aðeins loforö um einn einasta koss. — En hvað hefði ég ekki gert fyrir hana? Mér fannst það jafnvel helgasta köllun lífs míns, að deyja hennar vegna, ef þess þyrfti með. Árið 1770 felldi ég ást til konu einnar af Vedramin- ættinni. Hún hét Bianca. Hún var átján ára, og gift sedrago einum. Hann var senator, þrítugur að aldri, og unni konu sinni mjög. Hann kom eitt sinn aö okkur, þar sem við sát- um í sakleysi og allt, sem við höfð- um brotiö af okkur, var, að rökræða um ástir. Hann var vopnaður en ég vopnlaus, og þó varð ég yfirsterkari. Ég var kærður fyrir morð og eign- ir mínar gerðar upptækar, þær sem til náðist, en ég slapp undan með

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.