Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 4
„en ég sé ekki svona langt frá
mér.“
Þeir hölluðu sér fram á stafina
og fylgdu hreyfingum komumanns-
ins með ákafri eftirvæntingu.
Finnig hann var háaldraður. Þeir
voru meira að segja hálfgerðir
unglingar í samanburði við hann.
Hann var eins og spámaður í
ísrael, gráskeggjaður og ævaforn.
Hann var hafinn yfir tímans flug.
En þótt hann líktist spámanni
úr heilagri ritningu, skálmaði hann
yfir torgið eins og kappgöngu-
meistari. Hreyfingar hans voru
furðulega kvikar og léttar. Þegar
hann kom auga á gömlu mennina
á bekknum, veifaði hann til þeirra
stafnum af undursamlegum gáska.
Það var líkast því, að ungur bar-
dagamaður brygði sverði sínu. í tíu
skrefa fjarlægð drundi þrumuraust
hans:
„Daginn, strákar! Sæll, Reuben
minn! Sæll, Shepherd!"
Þeir murruðu eitthvað sem svar
við kveðju hans. Hann gaspraði um
veðrið með gífurlegum vangavelt-
um. Þeir mjökuðu sér stirðbusa-
lega til á bekknum, og hann sett-
ist. Ef vel var að gáð, mátti sjá, að
ofurlítið létti yfir þungum svip
þeirra, því að hann hafði gnæft
yfir þá eins og líkneski úr silfri og
bronzi.
„Hélt kannske, að þú myndir
ekki koma,“ muldraði Reuben.
„Uss, búinn að ganga skrattans
drjúgan spöl,“ hálfhrópaði hann.
„Skrattans drjúgan.“
Þá brast áræði til þess að spyrja
hann, hvert hann hefði farið, en
hann sagði þeim það í óspurðum
fréttum og ályktaði, að það væri
aldrei minna en sex eða sjö mílur,
sem hann hafði gengið. Þeir þögðu,
þungbúnir og ofurlítið skömmustu-
legir á svip. Þeim létti stórum,
þegar þeir sáu hann fálma niður
í vasa sína og draga upp poka með
piparmintum í, svörtum og hvítum
kúlum, sem komu bragðsterkar og
samloðandi beint úr hitanum frá
síkvikum líkama hans. Ein af ann-
arri hvarf inn í tannlausa munna
þeirra, og þeir sugu þær lengi,
steinþegjandi og hátíðlegir, og
virtu sólskinið fyrir sér.
Meðan gömlu mennirnir sugu
piparminturnar, biðu þeir þess, að
Duke hæfi máls. Og þeir biðu þess
eins og menn bíða véfréttar, því að
í augum þeirra var hann furðu-
verkið sjálft, íklætt holdi og blóði.
Fyrir langalöngu, þegar þeir voru
kornbörn og brjóstmylkingar, var
hann uppkominn maður með
sprottna grön, og áður en þeir
komust í tölu ungra manna, hafði
hann náð fullum þroska. Alla ævi
hafði þeim fundizt þeir börn hjá
honum.
Og ennþá, í hárri elli, gerði hann
þeim skömm til með dugnaði sín-
um og lífsþrótti. Hann bjó yfir
ódrepandi æsku, sem áreiðanlega
var af einhverjum myrkum, leynd-
ardómsfullum toga spunnin. Heim-
urinn hinum megin við torgið var
fyrir þeirra sjónum hulinn sól-