Dvöl - 01.04.1942, Page 5
DVÖL
83
móðu, en Duke sá rottu skjótast
inn í holu í mílu fjarlægð. Skarkah
umheimsins barst þeim til eyrna
eins og gegnum steinvegg, en hann
heyrði tófu gagga í annarri sveit.
heir voru dæmdir til þess að láta
sér nægja minninguna, því að þeir
gátu ekkert lesið. En Duke gein yfir
dagblöðunum. Hann vissi upp á
sína tíu fingur, hvað fram fór í
heiminum og kunni allar kjafta-
sögur. Á hverjum morgni flutti
hann þeim fregnir af jarðskjálft-
um í Perú, styrjöldum í Kína,
morðum á Spáni og hneykslum
innan klerkastéttarinnar. Hann
bar skyn á dularfyllstu hræringar
stjórnmálanna og skýrði fyrir
þeim nýjustu fyrirmæli lög-
gjafans. Þeir hlustuðu á hann hug-
fangnir, eins og lærisveinar á
meistara, báru takmarkalausa
lotningu fyrir honum og trúðu í
auðmjúkri undrun hverju orði,
Stundum laug hann miskunnar-
laust að þeim, en þeir voru granda -
lausir.
Þeir sátu nú þarna og sugu kúl~
urnar sínar alsælir, en skuggi
kastaníunnar styttist óðum og vest-
urbrún hans færðist nær fótum
þeirra eins og fjöruborð í aðfalli.
Enn hellti sólin logageislum sínum
á hvítt torgið. Reuben kingdi síð-
Ustu piparmintunni og hafði orð
á því, hversu nú myndi framoröið.
„Framorðið?“ sagði Duke drýg-
indalegur. „Framorðið?" endurtók
hann.
Þeir sáu hönd hans lyftast há-
tíðlega og hverfa inn í barminn.
Þeir áttu ekki úr. Duke einn gat
sagt þeim, hvað tímanum leið, þótt
hann virtist sjálfur skjóta honum
ref fyrir rass. Hægt og virðulega
dró hann upp geysistórt úr, rétti
það að lokum frá sér eins langt og
silfurfestin náði og horfði á það
einbeittur á svipinn.
Þeir horfðu einnig á það, fyrst í
hátíðlegri auðmýkt og síðan hljóðri
furðu. Þeir hölluðu sér fram, blíndu
á það og trúðu bersýnilega ekki
sínum eigin augum. Úrið stóð.
Gömlu mennirnir þrír störðu á
úrið og mæltu ekki orð frá vörum.
Þeim fannst eins og eilífðarvél
hefði numið staðar. Það var engu
líkara en tímanum sjálfum hefði
allt í einu fatazt flugið. Duke
hristi úrið gríðarlega. Vísarnir fóru
af stað, færðust um eina eða tvær
sekúndur frá hálff jögur og létu þar
við sitja. Hann lyfti úrinu upp að
eyranu og hlustaði. Það steinþagði.
Stundarkorn sat gamli maðurinn
áhyggjufullur og hugsaði sitt ráð.
Þetta úr var furðuverk, eins og
Duke, eldra en allt, sem gamalt var,
jafnvel eldra en eigandinn. Oft og
mörgum sinnum hafði hann gort-
að af, hve gamalt það væri og
vandað, fagurt og óviðjafnanlegt.
Þeir minntust þess, að endur fyrir
löngu hafði faðir hans átt það, að
honum höföu verið boðnar í það
feikna upphæðir, og að það hafði
ekki stanzað frá því orrustan við
Waterloo var háð.
Loksins hóf Duke upp raust sína.