Dvöl - 01.04.1942, Side 6

Dvöl - 01.04.1942, Side 6
84 D V Ö Ij Hann var drjúgur á svipinn eins og sá, sem ætlar að afhjúpa ein- hvern leyndardóm: „Vitið þið, hvað að því er?“ Þeir gátu einungis hrist höfuðin og starað með fávizku og forvitni sauðkindarinnar. Ekki gátu þeir vitað neitt um það. Duke hreyfði íbygginn höndina, sem hélt á úrinu. „Það er rafmagnið.“ Þeir gláptu á hann og undrunin skeín úr sljóum augunum. „Það er rafmagnið,“ endurtók hann. „Rafmagnið í skrokknum á mér.“ Shepherd heyrði ekki vel. „Ha?“ sagöi hann. „Rafmagnið," sagði Duke hærra og með alvöruþunga í röddinni. „Rafmagnið?“ Þeir skildu ekki, hvað hann fór, en biðu átekta. Loks kom svar véfréttarinnar og íbyggna handhreyfingin var endur- tekin um leið: „Það stanzaði í gær. Stanzaði, meðan ég var að borða miðdegis- verð.“ Hann þagnaði skyndilega, en hóf máls á ný. „Það hefir aldrei stanzað, frá því ég man fyrst eftir. Aldrei! Og svo stanzaði það svona, allt í einu í miðjum matartíman- um. Ég skildi ekkert í því. Skildi hvorki upp né niður í því. „Fórstu ekki með það til úr- smiðsins?" spurði Reuben „Jú, ég held nú það,“ sagði hann, „ég fór með það beint til úrsmiðs- ins. Þetta úr er eldra en ég, sagði ég, og það hefir aldrei stanzað, frá því ég man fyrst eftir. Svo kíkti hann í það og potaði í það og sagöi svo þetta.“ „Hvað?“ „Það er rafmagnið, sagði hann, það er það. Það er rafmagnið — rafmagnið í skrokknum á yður. Þetta sagði hann. Rafmagnið." „Rafmagnsljós?“ „Þetta sagði hann. Rafmagnið. Þér eruð fullur af rafmagni, sagði hann. Nú skuluð þér fara heim til yðar og láta úrið á hilluna hjá rúminu yðar, og þá fer það af stað. Og það gerði ég.“ Gömlu mennirnir bjuggu auð- sjáanlega yfir brennandi spurn. Það varð löng þögn, þrungin eftir- væntingu. Að lokum sveiflaði Duke sigri hrósandi hendinni, sem enn hélt á úrinu. „Og það fór af stað,“ sagði hann. ,.Það fór af stað.“ Það rumdi í gömlu mönnunum, öldungis steinhissa. „Úrið gekk eins og ekkert hefði í skorizt. Hefir aldrei gengið rétt- ar en nú! Laglega af sér vikið.“ í augum gömlu mannanna djarf- aði fyrir glampa nýrrar undrunar. Duttlungar úrsins voru ofvaxnir þeirra aldraða og af sér gengna skilningi. Þeir fálmuðu eftir skyn- samlegum rökum þessa fyrirbæris á svipaðan hátt og sljó augu þeirra hefðu rýnt í leit að loftbelg uppi í skýjum himinsins. Þeir störðu og murruðu og gátu einungis látizt skilja.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.