Dvöl - 01.04.1942, Page 7
D VÖL
85
„Svei mér alla daga,“ sagði Duke.
„Það gengur á hillunni, en fæst
ekki til þess að ganga í vasa mín-
um. Það er rafmagnið.“
„Það skil ég ekki almennilega,“
sagði Reuben. „Rafmagnið.“
„Það er í skrokknum á mér,“
sagði Duke með vaxandi ákefð.
„Hann er fullur af rafmagni.“
„Rafmagnsljósi?“
„Fullur af því. Kvikur af því.“
Hann talaði eins og honum hef ðu
fallið öll veraldarinnar gæði í
skaut. Hann var alveg að rifna af
sjálfsánægju, og samt þóttist hann
ekkert vera nema blessað lítillæt-
ið. Hann velti óspart vöngum og
stærilæti'ð skein út úr gráskeggj-
uðu andlitinu, en höndin, sem hélt
á úi’inu, seig hægt og hægt niður
i auömýkt og hæversku.
„Það er rafmagniö," raupaði
hann mjúkur í máli.
Þeir hlustuðu á orð hans og
iögðu ekkert til málanna. Það var
sem nú hefðu þeir loksins fengið
skýringu á lífsþrótti Dukes, gáfna-
skerpu hans og undraverðu æsku-
fjöri þessa ævagamla skrokks.
Skuggi kastaníunnar fór sí-
Uiinnkandi og var nú orðinn aö
iitlum dökkum baug umhverfis
bekkinn, sem þeir sátu á. Sólar-
geislarnir féllu þráðbeint niður á
iörðina. Kastanían skarta'ði í dýrð
öteljandi hvítra og rauöra blóma.
i fjarska heyröist klukka slá tólf.
Þá leit Duke á úrið, sem ennþá
iá i lófa hans.
Hann glápti á úrið og brá held-
ur en ekki í brún. Af einhverjum
dularmætti höfðu vísarnir færzt til
fjögur, og í kyrrð sumarblíðunnar
heyrði hann tifið í hjólum sigur-
verksins.
Hann lét úrið niður í vasann
og sem snöggvast vottaði fyrir von-
brigðum, jafnvel uppgjöf, í svip
hans. Hann gaut augunum til
gömlu mannanna, en þeir voru
sokknir niður í hyldýpi þoku-
kenndra hugrenninga. Þeir höfðu
hvorki séð né heyrt.
Hann trítlaði af stað yfir torgið
1 heitu sólskininu, en gömlu menn-
irnir störðu á eftir honum í sak-
leysi og hátíðlegri undrun. Fætur
hans hreyfðust ótt og títt, og ótrú-
lega fljótt var hann kominn úr
augsýn.
Sólin var gengin úr hádegisstað,
og fætur gömlu mannanna voru
laugaðir sólskini.
Ræktnn lands og lýðs.
Hinn mikli norski skáldjöfur,
Björnstjerne Björnson, sagði í
ræðu til æskulýðsins í Osló 23.
nóvember 1899:
„.... Mikill og hávaxinn skógur
fæðir af sér mikilfenglegar hug-
sjónir, næma sannleiksást og blæs
okkur í brjóst háleitum hugsjón-
um í friðsælli forsælu sinni. Sjálf-
ar hugsjónirnar standa á traustari
stofni en ella, svo að skógræktar-
starfið er einnig leiðsögustarf
meðal þjóðarinnar.
Leggjum því hinum vaxandi
skógi lið og vöxum með honum.“