Dvöl - 01.04.1942, Síða 7

Dvöl - 01.04.1942, Síða 7
D VÖL 85 „Svei mér alla daga,“ sagði Duke. „Það gengur á hillunni, en fæst ekki til þess að ganga í vasa mín- um. Það er rafmagnið.“ „Það skil ég ekki almennilega,“ sagði Reuben. „Rafmagnið.“ „Það er í skrokknum á mér,“ sagði Duke með vaxandi ákefð. „Hann er fullur af rafmagni.“ „Rafmagnsljósi?“ „Fullur af því. Kvikur af því.“ Hann talaði eins og honum hef ðu fallið öll veraldarinnar gæði í skaut. Hann var alveg að rifna af sjálfsánægju, og samt þóttist hann ekkert vera nema blessað lítillæt- ið. Hann velti óspart vöngum og stærilæti'ð skein út úr gráskeggj- uðu andlitinu, en höndin, sem hélt á úi’inu, seig hægt og hægt niður i auömýkt og hæversku. „Það er rafmagniö," raupaði hann mjúkur í máli. Þeir hlustuðu á orð hans og iögðu ekkert til málanna. Það var sem nú hefðu þeir loksins fengið skýringu á lífsþrótti Dukes, gáfna- skerpu hans og undraverðu æsku- fjöri þessa ævagamla skrokks. Skuggi kastaníunnar fór sí- Uiinnkandi og var nú orðinn aö iitlum dökkum baug umhverfis bekkinn, sem þeir sátu á. Sólar- geislarnir féllu þráðbeint niður á iörðina. Kastanían skarta'ði í dýrð öteljandi hvítra og rauöra blóma. i fjarska heyröist klukka slá tólf. Þá leit Duke á úrið, sem ennþá iá i lófa hans. Hann glápti á úrið og brá held- ur en ekki í brún. Af einhverjum dularmætti höfðu vísarnir færzt til fjögur, og í kyrrð sumarblíðunnar heyrði hann tifið í hjólum sigur- verksins. Hann lét úrið niður í vasann og sem snöggvast vottaði fyrir von- brigðum, jafnvel uppgjöf, í svip hans. Hann gaut augunum til gömlu mannanna, en þeir voru sokknir niður í hyldýpi þoku- kenndra hugrenninga. Þeir höfðu hvorki séð né heyrt. Hann trítlaði af stað yfir torgið 1 heitu sólskininu, en gömlu menn- irnir störðu á eftir honum í sak- leysi og hátíðlegri undrun. Fætur hans hreyfðust ótt og títt, og ótrú- lega fljótt var hann kominn úr augsýn. Sólin var gengin úr hádegisstað, og fætur gömlu mannanna voru laugaðir sólskini. Ræktnn lands og lýðs. Hinn mikli norski skáldjöfur, Björnstjerne Björnson, sagði í ræðu til æskulýðsins í Osló 23. nóvember 1899: „.... Mikill og hávaxinn skógur fæðir af sér mikilfenglegar hug- sjónir, næma sannleiksást og blæs okkur í brjóst háleitum hugsjón- um í friðsælli forsælu sinni. Sjálf- ar hugsjónirnar standa á traustari stofni en ella, svo að skógræktar- starfið er einnig leiðsögustarf meðal þjóðarinnar. Leggjum því hinum vaxandi skógi lið og vöxum með honum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.