Dvöl - 01.04.1942, Side 8

Dvöl - 01.04.1942, Side 8
86 DVÖ gtttðfmrta gónsóóíftr frá Úr djúpunum stígur Ijóðsins Ijóð, er lygnir um strönd og grœði. Þótt skyggnist um heima skuggans örn og skýjum vetrarins blæði, má heyra vonfagurt vœngjatak. Það er viðlag í dagsins kvœði. Og hljómanna dís vér dýrkum heitt, er daganna gullreið ekur. En fegurst við landmörk húms og hels hún himinsins bergmál vekur. Þá birtist oss allra söngva sál og seiðir, er kvölda tekur. Þá kveður sér hljóðs vort hjartaslag í heilagri bœn og trega. Þá hefja álftir í sárum söng við silfurblik ölduvega, og allt er í viðlagsins gimstein greipt og geymist þar eilíflega. Og mœði á jörðu frostsins farg og fárviðrin myrku, þungu, þá sviptir með einum hörpuhreim þeim harmi, er foldir sungu, eitt viðlag úr gömlum, gleymdum brag, er geymt var á lýðsins tungu. Úr djúpunum stígur lífsins Ijóð og leiftrar í kvöldsins hljóði. Er skyggnist um heima Heljar örn og himinninn grœtur blóði, fœr mannssálin hvítan væng og veit: hún er viðlag í Drottins Ijóði.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.