Dvöl - 01.04.1942, Page 10
88
lengri, því að hún er víða vog-
skorin. En á allri þessari strand-
lengju, hvar sem hægt var að
byggja hús, voru kofarústir, og
sums staðar margar saman. Hjá
Kangerdluksuaksiat voru til dæmis
rústir álíka stórrar byggðar og áð-
ur hafði verið í Angmagsalik. Mest-
ur hluti byggðarinnar hafði nú
verið í eyði um aldir, og kynkvíslin,
sem áður hefir hlotið að vera mjög
fjölmenn, var þá aðeins 413 hræð-
ur, sem höfðust aðallega við hjá
Angmagsalikfirði og Sermelik, sem
er dálítið norðar.
Ekki má dæma um fólksfjöldann
áður eftir því, hve margar kofa-
rústirnar eru, því að Skrælingjar
flytja oft búferlum og eru á flökti
fram og aftur. Sögðu menn í Ang-
magsalik Gustav Holm frá því, að
forfeður sínir hefðu stundum ferð-
azt langar leiðir norður og suður
með landi til gamalkunnra veiði-
staða og stundum verið árum sam-
an í þeim ferðum. Hafa þeir þá
byggt sér vetursetukofa hingað og
þangað en síðan yfirgefið þá, er
þeir héldu áfram ferð sinni.
Austlendingarnir, en svo má
kalla þessa Eskimóa til aðgreining-
ar frá hinum, sem á vesturströnd-
inni búa, hafa verið mestu sjó-
garpar og ferðamenn, og menn vita
þess dæmi, að þeir hafa farið alla
leið frá Angmagsalik suður fyrir
Grænlandsodda og norður til Juli-
anehaab, til þess að' kaupa
sér saumnálar, hnífa og fleiri verk-
færi úr járni. En sú leið er 1800
D VÖL
kílómetrar fram og aftur, og voru
þeir fjögur sumur og þrjá vetur á
ferðalaginu. Elztu heimildir um
þetta eru frá árinu 1849. Þá sendir
nýlendustjórinn í Julianehaab
forngripasafninu í Kaupmanna-
höfn fötu og öxi, sem hann segist
hafa keypt af fólki frá Angmags-
alik. Og það er í fyrsta skipti, sem
nafnið Angmagsalik kemur fyrir í
skráðum heimildum. Þess er einnig
getið, að fjölskylda frá Angmags-
alik hafi komið til Pamiagdluk
(Frederiksdal), syðsta verzlunar-
staðar Dana í Eystribyggð, árið
1860. Og með vissu vita menn það,
að Austlendingar komu í verzlun-
arerindum til Eystribyggðar árið
1883.
Þessi ferðalög voru stórhættuleg,
og hefir eflaust margur látið lífið
í þeim. í húðkeipum og kvenbátum
urðu menn að þræða meðfram ó-
þekktri klettaströnd og berjast viö
hafís, strauma og hafrót. Vistaforði
var enginn. Það varð að treysta
á það, að hægt yrði að ná í mat á
leiðinni.
Þessa leið fór einu sinni íslenzk-
ur maður, Þorgils örrabeinsstjúpur,
á litlum báti og má lesa um hrakn-
inga hans og mannraunir í Flóa-
mannasögu. Af þeirri lýsingu geta
menn gert sér í hugarlund, hve
þessi ferðalög hafa orðið Skræl-
ingjum erfiö. Ekki gátu þeir ráðið
sínum næturstaö, þaðan af siður
sínum vetursetustað, og áttu það á
hættu að lenda þá í einhverri
Veiðileysu, þar sem sultur hlaut að