Dvöl - 01.04.1942, Síða 10

Dvöl - 01.04.1942, Síða 10
88 lengri, því að hún er víða vog- skorin. En á allri þessari strand- lengju, hvar sem hægt var að byggja hús, voru kofarústir, og sums staðar margar saman. Hjá Kangerdluksuaksiat voru til dæmis rústir álíka stórrar byggðar og áð- ur hafði verið í Angmagsalik. Mest- ur hluti byggðarinnar hafði nú verið í eyði um aldir, og kynkvíslin, sem áður hefir hlotið að vera mjög fjölmenn, var þá aðeins 413 hræð- ur, sem höfðust aðallega við hjá Angmagsalikfirði og Sermelik, sem er dálítið norðar. Ekki má dæma um fólksfjöldann áður eftir því, hve margar kofa- rústirnar eru, því að Skrælingjar flytja oft búferlum og eru á flökti fram og aftur. Sögðu menn í Ang- magsalik Gustav Holm frá því, að forfeður sínir hefðu stundum ferð- azt langar leiðir norður og suður með landi til gamalkunnra veiði- staða og stundum verið árum sam- an í þeim ferðum. Hafa þeir þá byggt sér vetursetukofa hingað og þangað en síðan yfirgefið þá, er þeir héldu áfram ferð sinni. Austlendingarnir, en svo má kalla þessa Eskimóa til aðgreining- ar frá hinum, sem á vesturströnd- inni búa, hafa verið mestu sjó- garpar og ferðamenn, og menn vita þess dæmi, að þeir hafa farið alla leið frá Angmagsalik suður fyrir Grænlandsodda og norður til Juli- anehaab, til þess að' kaupa sér saumnálar, hnífa og fleiri verk- færi úr járni. En sú leið er 1800 D VÖL kílómetrar fram og aftur, og voru þeir fjögur sumur og þrjá vetur á ferðalaginu. Elztu heimildir um þetta eru frá árinu 1849. Þá sendir nýlendustjórinn í Julianehaab forngripasafninu í Kaupmanna- höfn fötu og öxi, sem hann segist hafa keypt af fólki frá Angmags- alik. Og það er í fyrsta skipti, sem nafnið Angmagsalik kemur fyrir í skráðum heimildum. Þess er einnig getið, að fjölskylda frá Angmags- alik hafi komið til Pamiagdluk (Frederiksdal), syðsta verzlunar- staðar Dana í Eystribyggð, árið 1860. Og með vissu vita menn það, að Austlendingar komu í verzlun- arerindum til Eystribyggðar árið 1883. Þessi ferðalög voru stórhættuleg, og hefir eflaust margur látið lífið í þeim. í húðkeipum og kvenbátum urðu menn að þræða meðfram ó- þekktri klettaströnd og berjast viö hafís, strauma og hafrót. Vistaforði var enginn. Það varð að treysta á það, að hægt yrði að ná í mat á leiðinni. Þessa leið fór einu sinni íslenzk- ur maður, Þorgils örrabeinsstjúpur, á litlum báti og má lesa um hrakn- inga hans og mannraunir í Flóa- mannasögu. Af þeirri lýsingu geta menn gert sér í hugarlund, hve þessi ferðalög hafa orðið Skræl- ingjum erfiö. Ekki gátu þeir ráðið sínum næturstaö, þaðan af siður sínum vetursetustað, og áttu það á hættu að lenda þá í einhverri Veiðileysu, þar sem sultur hlaut að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.