Dvöl - 01.04.1942, Síða 12

Dvöl - 01.04.1942, Síða 12
90 D VÖL búsgögn Skrælingja voru þar á sín- um stað. Fyrir utan kofann voru kvenbátatrönur, og leifar af kven- bátum og húðkeipum voru þar allt um kring. Inni í snoturri grjót- hrúgu voru ýmis smíðarefni og hálfsmíðuð veiðarfæri og búsmunir úr tré. Allt benti sem sagt til þess, að það hefði orðið snöggt um fólk- ið. í kjötgröf hjá kofanum fannst nokkuð af selspiki og í byrgi sels- megra, og mátti á því sjá, að ekki hafði fólkið dáið úr hungri.En hvað varð því þá að aldurtila? Sennilega mateitrun. Það hefir lagt sér hálf- morkið selkjöt til munns, en það er eitrað, sem allir Angmagsalikar vita. Þeir hafa stundum hrunið niður af því að eta morkið kjöt. Víðsvegar á ströndinni, alla leið norðan frá Kangerdluksuak og suð- ur að Umivík, hafa rannsókna- menn fundið á seinni árum beina- grindur manna í kofarústum. Hafa þeir ýmist dáið úr hungri og kulda eða þá úr veikindum og eitrun. Gustav Holm segir frá því, að inn með Angmagsalikfirðinum að vest- an, þar sem heitir Inigsalik, hafi hann fundið kofarústir með þrem- ur beinagrindum í. Seinna var hon- um sagt, að þarna hefðu sex menn dáið úr hungri tveimur árum áður en hann kom, en nokkrir hefðu hjarað af með því að leggjast á náina. Aðra hryggilega sögu segir Ejn- ar Mikkelsen. Veturinn 1881—1882 var mjög harður, og selveiðin brást. í einu húsi í Angmagsalikfirði áttu nítján menn heima. Sulturinn var farinn að þrengja svo að þeim, að hraustasti maðurinn afréð að reyna að brjótast í ófærð og stór- hríð til næsta mannabústaðar og fá þar hjálp. En ísinn brotnaði upp, og hann komst ekki heim aftur yf- ir fjörðinn. Hungrið svarf meira og meira að fólkinu, og þá lagði ann- ar maður á stað og ætlaði að reyna að fá hjálp í Sermelik. Hann varð úti. Nú voru tveir duglegustu veiði- mennirnir farnir, og þá batnaði ekki í búi, Allt ætilegt var uppétið. Það var ekki til selspik á kolurnar, svo að fólkið varð að sitja í myrkr- inu, og kofinn varð loðinn af hélu að innan. Þegar kom fram í apríl- mánuð,voru margir dánir úr hungi’i og kulda, en hinir lögðust á 'náina til þess að reyna að bjarga lífinu. En það var lítil næring í því, og aðeins tveir lifðu um vorið, gömul kona og dóttir hennar. Hafði gamla konan þá, ásamt öðrum, hjálpast að því að eta mann sinn, átta af börnum sínum og fjögur barna- börn sín. Þenna sama vetur féllu fimmtán menn aðrir úr hungri í Angmag- salikhéraði. Nokkrir urðu úti, er þeir ætluðu að ná í björg; sumii’ fleygðu sér í sjóinn til þess að stytta eymdarstundir sínar, og sagt er frá einni stúlku, sem gekk vit- andi vits út um nótt og lagðist í snjóinn til að deyja. Til marks um það, hve þessi vet- ur var harður, má geta þess, að um vorið voru ekki eftir nema fjórir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.