Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 12
90
D VÖL
búsgögn Skrælingja voru þar á sín-
um stað. Fyrir utan kofann voru
kvenbátatrönur, og leifar af kven-
bátum og húðkeipum voru þar allt
um kring. Inni í snoturri grjót-
hrúgu voru ýmis smíðarefni og
hálfsmíðuð veiðarfæri og búsmunir
úr tré. Allt benti sem sagt til þess,
að það hefði orðið snöggt um fólk-
ið. í kjötgröf hjá kofanum fannst
nokkuð af selspiki og í byrgi sels-
megra, og mátti á því sjá, að ekki
hafði fólkið dáið úr hungri.En hvað
varð því þá að aldurtila? Sennilega
mateitrun. Það hefir lagt sér hálf-
morkið selkjöt til munns, en það
er eitrað, sem allir Angmagsalikar
vita. Þeir hafa stundum hrunið
niður af því að eta morkið kjöt.
Víðsvegar á ströndinni, alla leið
norðan frá Kangerdluksuak og suð-
ur að Umivík, hafa rannsókna-
menn fundið á seinni árum beina-
grindur manna í kofarústum. Hafa
þeir ýmist dáið úr hungri og kulda
eða þá úr veikindum og eitrun.
Gustav Holm segir frá því, að inn
með Angmagsalikfirðinum að vest-
an, þar sem heitir Inigsalik, hafi
hann fundið kofarústir með þrem-
ur beinagrindum í. Seinna var hon-
um sagt, að þarna hefðu sex menn
dáið úr hungri tveimur árum áður
en hann kom, en nokkrir hefðu
hjarað af með því að leggjast á
náina.
Aðra hryggilega sögu segir Ejn-
ar Mikkelsen. Veturinn 1881—1882
var mjög harður, og selveiðin brást.
í einu húsi í Angmagsalikfirði áttu
nítján menn heima. Sulturinn var
farinn að þrengja svo að þeim, að
hraustasti maðurinn afréð að
reyna að brjótast í ófærð og stór-
hríð til næsta mannabústaðar og
fá þar hjálp. En ísinn brotnaði upp,
og hann komst ekki heim aftur yf-
ir fjörðinn. Hungrið svarf meira og
meira að fólkinu, og þá lagði ann-
ar maður á stað og ætlaði að reyna
að fá hjálp í Sermelik. Hann varð
úti. Nú voru tveir duglegustu veiði-
mennirnir farnir, og þá batnaði
ekki í búi, Allt ætilegt var uppétið.
Það var ekki til selspik á kolurnar,
svo að fólkið varð að sitja í myrkr-
inu, og kofinn varð loðinn af hélu
að innan. Þegar kom fram í apríl-
mánuð,voru margir dánir úr hungi’i
og kulda, en hinir lögðust á 'náina
til þess að reyna að bjarga lífinu.
En það var lítil næring í því, og
aðeins tveir lifðu um vorið, gömul
kona og dóttir hennar. Hafði gamla
konan þá, ásamt öðrum, hjálpast
að því að eta mann sinn, átta af
börnum sínum og fjögur barna-
börn sín.
Þenna sama vetur féllu fimmtán
menn aðrir úr hungri í Angmag-
salikhéraði. Nokkrir urðu úti, er
þeir ætluðu að ná í björg; sumii’
fleygðu sér í sjóinn til þess að
stytta eymdarstundir sínar, og sagt
er frá einni stúlku, sem gekk vit-
andi vits út um nótt og lagðist í
snjóinn til að deyja.
Til marks um það, hve þessi vet-
ur var harður, má geta þess, að um
vorið voru ekki eftir nema fjórir