Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 14

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 14
92 D VÖL fólkinu fækkaði. Mennirnir, sem drepnir voru, voru venjulega rösk- ustu veiðimennirnir og áttu fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Hungur og sjúkdómar herjuðu. Börn voru bor- in út og gamalmennum tortímt, til þess að létta á. Sjálfsmorð og slysfarir lögðust á sömu sveif. Allt hjálpaöist að því að útrýma kyn- stofninum. Og það er varla efi á því, að hefði ekki verið tekið í taumana, mundi Angmagsalik- kynstofninn hafa orðið aldauða, eins og kynbræður hans þar fyrir sunnan og norðan. Einu Skrælingjarnir, sem sögur fara af á norðurströnd Aust- ur-Grænlands, er hópur sá, tólf menn alls, er enski skip- stjórinn Douglas Charles Claver- ing rakst á árið 1823 á eyju þeirri, sem síðan er við hann kennd. En meðfram allri ströndinni, norður úr öllu valdi, eru kofarústir, tjald- stæði, refagilt.rur og matgryfjur, sem sýna það, að þarna hafa Skræl- ingjar hafzt við um aldir, þótt nú séu þeir horfnir. Þeir hafa ekki haft neitt samband við Skrælingj- ana þar fyrir sunnan, og mönnum er það enn torráðin gáta, hvaðan þeir hafa komið. Saga þeirra er hjúpuö myrkri, ekkert annað eftir en hrundir bústaðir. Eins er um minningu íslendinga á Vestur- Grænlandi. Grænland á sína kaldranalegu sögu. Hún er sögð með minjum um handtök kynslóða, sem þar hafa barizt vonlausri baráttu við hel og myrkur, „frost og kulda, fár hvers konar“ — og lotið í lægra haldi. En menningin, sem vinnur sig- ur á óblíðu náttúrunnar, bábiljum og hleypidómum, hefir bjargað kynstofninum hjá Angmagsalik frá tortímingu. Nú er hann að rétta við og færa út kvíarnar. Og það er Dönum til sóma, hvernig þeim heppnaðist að bjarga honum. Nokkrar tölur sýna þetta bezt: Árið 1884 voru í Angmagsalik- héraði 413 íbúar, eins og áður er sagt. Þeir bjuggu í 13 kofum og 37 tjöldum. Árið 1933 voru þeir orðnir 945 og bjuggu þá í 71 húsi og 91 tjaldi. En þess ber hér að gæta, að árið 1925 voru 87 menn fluttir frá Angmagsalik til Scores- bysunds og þar stofnuð nýlenda fyrir þá. Hefir hún blómgazt vel, og nú er þar um tvö hundruð manns. Kynstofninn hefir því þre- faldazt á rúmum fimmtíu árum. Það var Grænlandsfarið „Gustav Holm“, sem sótti hina 87 landnema til Angmagsalik og flutti þá til Scoresbysunds. En skipið fór ekki beina leið, heldur fór þaö fyrst frá Angmagsalik til ísafjarðar. Land- nemarnir höfðu með sér allt sitt hafurtask, húðkeipa, kvenbáta, fatnað, hundasleða, tjöld og bús- hluti til þess að geta reist hið nýja bú norður frá, þar sem þeir voru öllum staðháttum ókunnir, þar sem gamlar rústir minntu á kynstofn, sem var liðin undir lok fyrir löngu í harðri baráttu. En Danir höfðu heitið þeim því, að þá skyldi ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.