Dvöl - 01.04.1942, Side 15
dvöl
93
kala þarna norður á hjara verald-
ar, og þess vegna lögðu Aust-
lendingar vongóðir af stað. Danskir
vísindamenn, sem höfðu verið
barna norður frá, vissu, að þar voru
góð lífsskilyrði og nóg veiði, og
Þangað var hægt að sigla flest ár.
í'eir gerðu þenna þjóðflutning til
Þess að létta á í Angmagsalik.
Pólkið var að verða þar fleira held-
ut- en veiðin gat borið. En land-
výmið var nóg og nógir veiðifirð-
ii’nir. Það varð að dreifa fólkinu.
Ástæðan til þess, aö skipið
..Gustav Holm“ fór ekki beina leið
frá Angmagsalik norður til Scores-
bysunds, heldur fyrst til ísafjarö-
ar, var sú, að það átti að vígja
Pi'est nýlendunnar, Grænlending-
inn Sejer Abelsen, sem átti að boða
landnemunum í Scoresbysundi guðs
°rð og kenna þeim trú á ljóssins
hiátt og sjálfa sig.
Aldrei höfðu Austlendingar áður
farið á sjó með svo stóru skipi sem
..Gustav Holm“ var. Þeir voru van-
ir því að ferðast í húðkeipum og
kvenbátum með ströndum fram,
borfa á hvert einasta nes og skaga
eftir lendingarstað og tapa aldrei
sJónar á landinu. En nú sigldu þeir
á reginhaf. Maður getur
Sert sér í hugarlund, hvernig þess-
Prn náttúrubörnum var innan
brjósts, þegar þau sáu háu og
brikalegu fjöllin á Grænlandi
bverfa, og ekkert var umhverfis að
síá, nema endalaust ólgandi haf.
Landsýnin var horfin. Hið frum-
stseða fólk var komið út í hina
miklu óvissu. Það undraðist þó ekki
og gugnaði ekki. Rólegt og ákveðið
reif það sig upp úr kunnu um-
hverfi. Það kvaddi ættingja og vini
rólega og geiglaust. Nýbreytninni á
ferðalaginu tók það með sama jafn-
aðargeði. Og var fljótt að koma
sér fyrir í Scoresbysundi — en
þangað kom það hinn 4. september
1925, undir vetur sjálfan.
Það var ekki grænlenzka stjórn-
in, sem stóð fyrir þessum flutningi,
heldur Scoresbysunds-nefndin —
Kommissionen, sem stofnuð var af
áhugamönnum fyrir Grænlands-
málunum. Þessi nefnd hafði und-
irbúiö allt í Scoresbysundi fyrir
komu landnemanna, byggt þar hús
handa öllum, flutt þangað mat-
vælaforða, er nægja skyldi öllum
til þriggja ára, þótt veiði brygðist
o. s. frv. En þegar fólkið var kom-
ið þangað, tók grænlenzka stjórn-
in við yfirráðum nýlendunnar.
í bók sinni „De östgrönlandske
Eskimoers Historie" segir Græn-
landskönnuðui'inn, Ejnar Mikkel-
sen, frumherji þess, að Skrælingj-
unum á Austur-Grænlandi var
bjargað frá tortímingu, svo frá:
„Um leið og landnemarnir
komu til Scoresbysunds var enn
eitt hérað af eyðibyggðum Austur-
Grænlands numið af frændum
þeirra Skrælingja, sem þar höföu
búið áður, en voru nú löngu horfn-
ir — einu mönnunum, sem nokkrar
líkur voru til að gætu staðizt bar-
áttuna við náttúruna í þessu harð-
indalandi.“