Dvöl - 01.04.1942, Page 17

Dvöl - 01.04.1942, Page 17
Ö VÖL 95 blóðug morðhönd sökkti í djú'pan sjá. Hernumin mun heill vors lands og gleði, heiður þess og framtíð öll í veði, standi ei þjóðin vökul verði á. II. Stutt er ennþá íslands frelsissaga. Enn má muna sólarlitla daga, fólksins stríð við áþján, eld og snjó. Langt var stríðið — voldugt dáðaverkið: Vorsins óskasynir hófu merkið, heróp gall — frá afdal út á sjó. Barizt var, unz aldinn erkifjandi útlœgur var gerr úr þessu landi. Frelsissól á blárri hvelfing hló. Bjart var þá í hug og hjarta þjóðar. Heilagur var bjarmi þeirrar glóðar, sem þá skærast skein um íslands fjöll. Æskan hafði gengið vösk til víga, vorsins fjendur látið undan síga, dagað uppi drauga þeirra og tröll. Blakti að hún sá fáni, er œskan unni. Upp til blárra himna reis af grunni íslands glæsta, unga frélsishöll. III. Nú er önnur öld í þessu landi. Eykst með hverjum degi þjóðarvandi. íslands frelsi ógnar hœtta mörg. Rœgð er stétt gegn stétt og hönd gegn hendi. Hatramlegar aldrei land vort brenndi

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.