Dvöl - 01.04.1942, Side 18

Dvöl - 01.04.1942, Side 18
hagsmuna- og stéttastyrjöld örg. Hvort mun þeim, er hatursstríðið heyja, heppnast loks það níðingsverk: að fleygja gimsteini vors frelsis fyrir björg? Skal sá verða endir íslandssögu eftir „sigurljóð og raunabögu“, skugga og skin í þjóðar þúsund ár? Skal þá fyrir sjálfs vor hendi hníga heill vors lands á slóöum brœðravíga — gróðurdöggvum breytt í blóðug tár? Skal þá íslenzk œska, lands vors framtíð, ofurseld sem herfang spilltri samtíð — hamingja vor hljóta banasár? Hlusta, þjóð mín! Það skal aldrei verða! Þá skal fyrr í níðingsblóði herða íslands gamla, hvassa frélsishjör! Enn skal landsins œska fram til víga ótrauð, djörf, á mátt sinn trúuð stíga — vorglöð sveit með sigurljóð á vör. Draugalið, af vonzku og hatri vakið, verða skal í yztu myrkur hrakið — íslenzk œska, veit því verðug svör! Sól skul rísa — sindra á íslands fjöllum, senda kveðju landsins börnum öllum, geislakveðju, er örvi œskuþor. Sól skal rísa — frelsissól og friðar, frelsissól, er aldrei snýr til viðar, meðan þjóðin man sín gengnu spor. Sól skal rísa! Vermi vorsins andi vitra og sátta þjóð í frjálsu landi. Upp skal renna voldugt frelsisvor.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.