Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 25
D VÖL
103
rauðu brúðarskarti, stóð hún feim-
in við hlið mér. Ávaxtasalinn horfði
undrandi á hana. Hann fann, að
hann gat ekki endurvakið hina
gömlu vináttu.
Að lokum brosti hann þó og
sagði:
„Jæja, litla vina, ertu nú á för-
um í hús tengdaföður þíns?“
En nú skildi Miní, hvað þetta
orðtak þýddi, og hún gat ekki
svarað honum, eins og í gamla
daga.
Hún roðnaði aðeins og horfði
niður fyrir fætur sína. — —
Ég minntist dagsins, þegar Miní
sá ávaxtasalann fyrst. Og ég gat
ekki annað en hryggzt.
Þegar Miní var farin, andvarp-
aði Rahnun og settist á gólfið.
Honum hafði allt í einu dottið i
%
hug, að á þessum langa tíma, sem
liðinn var síðan hann var frjáls
maður, hefði litla dóttir hans einn-
ig orðið fulltíða kona. Hann varð
nú að kynnast henni á ný og vinna
vináttu hennar. Það voru liðin átta
ár síðan hann hafði séð hana síð-
ast. Hvað gat ekki hafa komið fyr-
ir dóttur hans öll þessi löngu ár!
Brúðkaupsflauturnar kváðu við.
Hinn mildi haustblær streymdi inn
um gluggann til okkar. Og Rahnun
sat hér við þrönga götu í Kalkútta,
en í huga sér sá hann hin nöktu
fjöll í Afghanistan.
Ég tók peningaseðil, rétti hon-
um og sagði:
„Farðu heim til þín, Rahnun,
heim til ættland þíns og til barns-
ins þíns. Og megi gleði endurfund-
anna færa barninu þínu ham-
ingju.“
Ég varð, vegna þessarar gjafar,
að takmarka hátíðahöldin lítið
eitt. Við gátum ekki haft jafn-
mikið af rafljósum og við höfðum
hugsað okkur, við gátum heldur
ekki fengið hljómsveit frá hern-
um. Kvenfólkinu þótti þetta leitt.
En mér fannst brúðkaupið enn há-
tíðlegra, er ég minntist þess að hafa
gert ólánsmanni, sem lengi hafði
verið fjarvistum ogf lengi hafði
verið saknað af fólki sínu,
fært að hitta aftur einkabarnið
sitt og sjá fjarlægt ættland sitt.
„Oægist út iir greni“.
Það má ráða af ýmsum heimildum, að
íslenzkir bændur hafi snemma litið tóf-
una illu auga og reynt að útrýma henni.
Skarphéðinn komst svo að orði í Njáls-
brennu, að illt væri og smánarlegt að
láta svæla sig í húsum inni eins og mel-
rakka í greni. Má nokkuð af því marka,
hvaða aðferð hefir þá verið tíðkanleg,
er tortíma skyldi yrðlingum í greni.
Sjálfsagt hafa refirnir snemma á öld-
inni verið hrein plága í búfé manna, því
að á alþingi 1295 var sú samþykkt gerð,
„at hverr sá maðr, sem hann á sex sauði
at vetri í sinni ábyrgð, skal taka einn
melrakka gamlan eða tvo unga á tólf
mánuðum eða greiða 2 álnir í mat fyrir
fardaga." Ella hefði slík kvöð ekki verið í
lög tekin.
En þrátt fyrir allar samþykktir og
allt fé, sem lagt hefir verið refnum til
höfuðs, þraukar hann enn á heiðum ís-
lands og enn veldur hann ýmsum dala-
bændum þungum búsifjum.