Dvöl - 01.04.1942, Page 27
ÖVÖL
105
Tröllhálsins. Alla leið' þangað náði
sandfokið að þessu sinni. Þó er
Sandskeiðið ekki nema sem svarar
helmingi vegalengdarinnar. Þegar
Því sleppir taka við sléttir og grasi-
vaxnir vellir, sem Ormavellir heita.
^fir þá rauk sandurinn. Seinna
uni sumarið, er ég átti leið þarna
Uln, voru Ormavellir vaxnir dún-
'ttjúku grængresi.
Tröllhálsinn er allhár og nokkuð
^rattur að sunnanverðu. Af hon-
Utn er ágæt útsýn. í suðurátt blasir
Arrnannsfell við, ásamt Kluftunum
^eð Meyjarsæti eins og meitlaða
vörðu í miðju skarðinu. Austur af
^luftunum kemur svo Lágáfell og
Tindaskagi, sem teygist langar
leiðir norðaustur í óbyggðirnar. En
yfir og milli þessara fjalla sjást
'börg fleiri, sem minna ber á af
^röllhálsi að sjá. Þó er útsýnin
^orður á bóginn ennþá fegurri. í
U°rðaustri er Skjaldbreiður, mikill
Ulu sig og reglulega lagaður. Lítið
eift vestar sést suðurbrún Langjök-
llls og Okið. Öll þessi fjöll sýnast
öl-skammt framundan, ef loftið er
taert. Þó er bein lína frá Tröllhálsi
boröur að Langjökli allt að því 30
^ilómetrar. Skammt frá í vestri
ris Kvigindisfell, með grösugum
i;iiÖum og hjöllum og berum mó-
bei,gskolli.
ffm kvöldið, þegar við héldum
beim i tjaldstað, var sama sand-
ÍQkið enn. Og ein af hinum miklu
^ötsetningum greyptist í sál okk-
ar- Fátt er óskyldara en tært og
sólbjart fjallaloftið og svartur
sandbylur. — Þó fann ég mátt mót-
setninganna enn betur nóttina eft-
ir. Við vorum vaktir í tjöldunum til
að aðstoða ferðamenn, sem voru
með bifreið sína bilaða norðan und-
ir Kluftunum. Við fórum á fætur
og gengum upp í skarðið. Storminn
hafði lægt um kvöldið, og sand-
fokið var nú hætt. Bláskógaheiði
var hljóð, og lágnættisskuggarnir
vöfðu hana dreymandi blæbrigð-
um. Klettarnir meðfram Sand-
kluftavatni spegluðust í húmdökku
og kyrru yfirborði þess, og einstaka
fugl heyrðist kvaka í lynginu við
veginn. Það var eins og þessir
hljóðu næturskuggar byggju yfir
einhverjum þeim leyndardómum,
sem við mannanna börn fengjum
ekki skilið, aðeins fundið til. Þann-
ig talar óbyggðin til okkar mann-
anna á máli sinnar djúpu þagnar.
Næsti tjaldstaður okkar fyrir
norðan Kluftir var í Víðikerjum.
Víðiker eru að nokkru leyti hring-
myndað dalverpi við rætur Kvíg-
indisfells. Sunnan og austan þeirra
eru Tröllháls og fleiri hæðir. Víði-
ker eru grösug, vaxin lyngi og víði.
Einn hinna tæru fjallalækja renn-
ur um þau. Hann heitir Hvanna-
dalakvísl og kemur úr tjörnum,
sem Krókatjarnir nefnast, norðan
undir Gagnheiði. — Við settum
tjöld okkar við lækinn, og þegar
við vorum lagstir fyrir á kvöldin,
heyrðum við nið hans í kyrröinni.
Fyrsti morgunninn, sem við dvöld-
um þarna var sólbjartur og hlýr.
Við tókum verkfæri okkar og héld-