Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 27

Dvöl - 01.04.1942, Qupperneq 27
ÖVÖL 105 Tröllhálsins. Alla leið' þangað náði sandfokið að þessu sinni. Þó er Sandskeiðið ekki nema sem svarar helmingi vegalengdarinnar. Þegar Því sleppir taka við sléttir og grasi- vaxnir vellir, sem Ormavellir heita. ^fir þá rauk sandurinn. Seinna uni sumarið, er ég átti leið þarna Uln, voru Ormavellir vaxnir dún- 'ttjúku grængresi. Tröllhálsinn er allhár og nokkuð ^rattur að sunnanverðu. Af hon- Utn er ágæt útsýn. í suðurátt blasir Arrnannsfell við, ásamt Kluftunum ^eð Meyjarsæti eins og meitlaða vörðu í miðju skarðinu. Austur af ^luftunum kemur svo Lágáfell og Tindaskagi, sem teygist langar leiðir norðaustur í óbyggðirnar. En yfir og milli þessara fjalla sjást 'börg fleiri, sem minna ber á af ^röllhálsi að sjá. Þó er útsýnin ^orður á bóginn ennþá fegurri. í U°rðaustri er Skjaldbreiður, mikill Ulu sig og reglulega lagaður. Lítið eift vestar sést suðurbrún Langjök- llls og Okið. Öll þessi fjöll sýnast öl-skammt framundan, ef loftið er taert. Þó er bein lína frá Tröllhálsi boröur að Langjökli allt að því 30 ^ilómetrar. Skammt frá í vestri ris Kvigindisfell, með grösugum i;iiÖum og hjöllum og berum mó- bei,gskolli. ffm kvöldið, þegar við héldum beim i tjaldstað, var sama sand- ÍQkið enn. Og ein af hinum miklu ^ötsetningum greyptist í sál okk- ar- Fátt er óskyldara en tært og sólbjart fjallaloftið og svartur sandbylur. — Þó fann ég mátt mót- setninganna enn betur nóttina eft- ir. Við vorum vaktir í tjöldunum til að aðstoða ferðamenn, sem voru með bifreið sína bilaða norðan und- ir Kluftunum. Við fórum á fætur og gengum upp í skarðið. Storminn hafði lægt um kvöldið, og sand- fokið var nú hætt. Bláskógaheiði var hljóð, og lágnættisskuggarnir vöfðu hana dreymandi blæbrigð- um. Klettarnir meðfram Sand- kluftavatni spegluðust í húmdökku og kyrru yfirborði þess, og einstaka fugl heyrðist kvaka í lynginu við veginn. Það var eins og þessir hljóðu næturskuggar byggju yfir einhverjum þeim leyndardómum, sem við mannanna börn fengjum ekki skilið, aðeins fundið til. Þann- ig talar óbyggðin til okkar mann- anna á máli sinnar djúpu þagnar. Næsti tjaldstaður okkar fyrir norðan Kluftir var í Víðikerjum. Víðiker eru að nokkru leyti hring- myndað dalverpi við rætur Kvíg- indisfells. Sunnan og austan þeirra eru Tröllháls og fleiri hæðir. Víði- ker eru grösug, vaxin lyngi og víði. Einn hinna tæru fjallalækja renn- ur um þau. Hann heitir Hvanna- dalakvísl og kemur úr tjörnum, sem Krókatjarnir nefnast, norðan undir Gagnheiði. — Við settum tjöld okkar við lækinn, og þegar við vorum lagstir fyrir á kvöldin, heyrðum við nið hans í kyrröinni. Fyrsti morgunninn, sem við dvöld- um þarna var sólbjartur og hlýr. Við tókum verkfæri okkar og héld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.