Dvöl - 01.04.1942, Page 28

Dvöl - 01.04.1942, Page 28
106 DVÖL um af stað norður veginn. Lítið eift norðar liggur hann upp úrVíðikerj- um og á drjúgum kafla meðfram lyngbrekku einni, sem er vestan við hann. Austan við veginn eru þar uppblásnir melar og sums stað- ar móabrot, sem enn standa eftir. Brekkan er falleg. Þessa morgun- stund glitraði döggin í lynginu, og heiðafuglarnir sveimuðu meðfram henni, tylltu sér við og við niður og kvökuðu. En nafn hennar er Draugabrekka og svæðið meðfram henni, sem vegurinn liggur um, heitir Orrustumói. Lítið eitt norð- ar og vestar eru Hallbjarnarvöröur. Við þær eru tengdir átakanlegir atburðir, sem gerðust 'á landnáms- öld. Atvikin hlóðust saman. Örlaga- þættirnir slöngdust hver um ann- an. Við Hallbjarnarvörður greidd- ist úr þeim aftur í þeim lokaþætti, sem þar var leikinn. Hallbjörn sá, sem vörðurnar draga nafn af, var veginn á þessum slóðum. Var hann á leið vestan úr sveitum suður yfir Bláskógaheiði. Hafði hann krafizt þess, að Hallgerður, kona hans, yrði honum samferða, en eigi hafði hún sinnt því. Sat hún á palli og greiddi hár sitt, þegar hann var búinn til ferðar. Gekk hann þá til hennar og kvað vísu þessa: Ölkarma lætr erma eik, firrumk þat, leika Lofn fyr lesnis stafni línbundin mik sínum; bíða man ek of brúði (böl gervir mik fölvan) snertumk harmr í hjarta hrót, aldrigi bótir. Vísa þessi hefir verið skýrð eitt- hvað á þessa leið: Hin línklædda kona lætur mig leika frammi fyrir sér. Ég forðast það. Ég mun aldrei bíða hennar bætur. Harmurinn nagar rætur hjarta míns. Eftir það snaraði hann hári hennar um hönd sér og vildi kippa henni af pallinum, en hún sat og veikst ekki. Þá brá hann sverði og hjó af henni höfuðið og reið í brott síðan. Snæbjörn galti, frændi Hallgerð- ar og élskhugi, að því er virðist, veitti Hallbirni eftirför við tólfta mann. Enn þeir Hallbjörn voru þrír saman, og voru þeir allir vegnir. Hallbjarnarvörður minna enn í dag á þenna atburð. Meðfram norðanverðri Drauga- brekku rennur lítil á, sem SœlU' húskvísl heitir. Lítið eitt norðar, þar sem nú er farið yfir ána, ligg' ur vegurinn meðfram nokkuð hárri- grösugri brekku. Við rætur hennar er sléttur grasbali. Þetta er svo- nefnd Biskupsbrekka. Á þessurn bala andaðist Jón biskup Vídalíú í tjaldi sínu 30. ágúst 1720. Var hann á leið vestur að Staðar-stað & Snœfellsnesi til þess að sjá urfl jarðarför séra Þórðar Jónssondt j mágs síns. Höfðu þeir áður bundið : það fastmælum, að hvor þeirra, sem lifði hinn, skyldi tala yfir moldum þess, er fyrr létist. BisK' up brá við, jafnskjótt og honuú1

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.