Dvöl - 01.04.1942, Page 29

Dvöl - 01.04.1942, Page 29
dvöl 107 Mynd þessi er tekin ofan af Geitlandsjökli, norðan til við Þórisdal. Sér suður Kalda- &al yfir Geitáraura; til liœgri er Okið og Langjökull til vinstri. Geitá kemtur upp undan Langjökli og fellur þarna út á sandana. — Þorsteinn Jósepsson tók myndina. bárust tíðindin um andlát mágs síns. Var hann lasinn og þreyttur, Þegar hann hóf ferðina, og áður en hann lagði á heiðina er sagt, að hann hafi gert vísu þessa: Herra guð í himnasal, haltu mér við trúna. Kvíði ég fyrir Kaldadal. Kvölda tekur núna. Hann komst ekki lengra en að Biskupsbrekku. Þar andaðist hann að nokkrum dægrum liðnum. Og ^láskógaheiði í faðmi fjallanna, í Hki kyrrðarinnar og öræfafriðarins, hefir verið honum viðeigandi bana- heður. Þannig lauk hans viðburða- «ku og stormasömu ævi, og þannig hæfir mikilmenni að deyja. Hann var að andlegu atgjörvi langt yfir fjöldann hafinn. Slíkur maður lifir jafnan sem einstæðingur, og það er vel fallið, að hann deyi líka sem einstæðingur, þar sem hollvættir íslenzkra óbyggða halda vörð. Lítið eitt norðan við Biskups- brekku liggur vegurinn upp á lága, en bratta hæð. Þegar upp á hana kemur, sést litlu norðar lítið vatn. Það liggur þar milli tveggja hæða, og er vegurinn á vesturbakka þess. Skamman spöl vestar er annað vatn stærra, sem Brunnavatn heit- ir. í báðum þessum vötnum er sil- ungur, og umhverfis þau eru grös- ugir flóar milli holtanna. í fyrsta

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.