Dvöl - 01.04.1942, Síða 31

Dvöl - 01.04.1942, Síða 31
O VÖL 109 Norður í Skagafirði átti heima maður nokkur, sem Egill hét. Á hverju ári fór hann skreiðarferð suður á land eins og títt var hjá Norðlendingium fram yfir miðja síðustu öld. Hann var einþykkur og sérvitur, og var hann vanur að á hestum sínum í mýri þessari, þegar hann kom suður yfir dalinn, enda þótt álitið væri, að ekki mætti snerta við þessum bletti, þar sem hann væri eign vættanna í Fann- tófelli, enda varð honum að því. Á hverju ári missti hann hest þarna í áfanganum af völdum vættanna. Þessu fór fram í átján sumur. En þrákelkni Egils reynd- ist forneskju vættanna meiri, því að nítjánda sumarið kom Egill enn °g áði í áfanganum eftir venju og missti nú engan hest. Hætti hann þá ferðum sínum. En áning- arstaður hans hefur verið skírður eftir honum og nefndur Egilsá- fangi. Annars hefi ég heyrt, að Egilsá- fangi sé enn í dag hættulegur án- ingarstaður, því að mikið er þar af fenjum og fúadíkjum. En ekki vantar þar grasið. Þarna var fjórði tjaldstaður °kkar. Við Egilsáfanga sveigist vegurinn hokkuð til austurs. Þar taka við sléttir melar, sem hækka lítið eitt UÞP í mynni Kaldadals. Melar þessir nefnast Kerlingarmelar. ^ustur af suðurmynni Kaldadals ei-u móbergsstrýtur, allstórvaxnar. ^ær standa í röð austur með undir- hlíðum Langjökuls að sunnan. Strýtur þessar heita Hrúðurkarlar. Austan við þá rís fjall eitt ein- stakt, suður af jökulrótunum. Það nefnist Björnsfell. Meðfram Hrúð- urkörlunum liggur leið sú austur í Biskupstungur, sem nefnd hefir verið Skessubásavegur, og á það nafn vel við umhverfið. Kaldadalsleiðin liggur utan í hlíðum vestasta Hrúðurkarlsins neðanverðum. Það er farið yfir dá- litla fjallsröð, og á litlum hjalla hinum megin við hana er varða ein. Hún er hvorki mikil né tign- arleg, en samt er þetta vafalaust frægasta varða á íslandi, því að það er beinakerlingin á Kaldadal. Sú var tíðin, að ekkert íslenzkt skáld né hagyrðingur fór um þenna veg, án þess að leggja beinakerl- ingu þessari ljóð í munn og láta hana ávarpa félagana eða síðari gesti með nokkrum vel völdum orð- um. Enn eru margir, sem muna eftir henni, og fylgja gamalli venju. Þannig hefir beinakerlingin á Kaldadal orðið tilefni ótal lands- fleygra vísna, Ein þeirra er á þessa leið: Veri þeir allir velkomnir, sem við mig spjalla í tryggðum. E°- get varla unað hér ein í fjallabyggðum. Við vegavinnumennirnir höfðum líka meðferðis nokkrar vísur, sem við gáfum henni, og seinna höfð- um við tækifæri til að hlaða vörð- una upp, og varð hún mun hressi- legri eftir en áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.