Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 31
O VÖL
109
Norður í Skagafirði átti heima
maður nokkur, sem Egill hét. Á
hverju ári fór hann skreiðarferð
suður á land eins og títt var hjá
Norðlendingium fram yfir miðja
síðustu öld. Hann var einþykkur og
sérvitur, og var hann vanur að á
hestum sínum í mýri þessari,
þegar hann kom suður yfir dalinn,
enda þótt álitið væri, að ekki mætti
snerta við þessum bletti, þar sem
hann væri eign vættanna í Fann-
tófelli, enda varð honum að því.
Á hverju ári missti hann hest
þarna í áfanganum af völdum
vættanna. Þessu fór fram í átján
sumur. En þrákelkni Egils reynd-
ist forneskju vættanna meiri, því
að nítjánda sumarið kom Egill enn
°g áði í áfanganum eftir venju
og missti nú engan hest. Hætti
hann þá ferðum sínum. En áning-
arstaður hans hefur verið skírður
eftir honum og nefndur Egilsá-
fangi.
Annars hefi ég heyrt, að Egilsá-
fangi sé enn í dag hættulegur án-
ingarstaður, því að mikið er þar
af fenjum og fúadíkjum. En ekki
vantar þar grasið.
Þarna var fjórði tjaldstaður
°kkar.
Við Egilsáfanga sveigist vegurinn
hokkuð til austurs. Þar taka við
sléttir melar, sem hækka lítið eitt
UÞP í mynni Kaldadals. Melar
þessir nefnast Kerlingarmelar.
^ustur af suðurmynni Kaldadals
ei-u móbergsstrýtur, allstórvaxnar.
^ær standa í röð austur með undir-
hlíðum Langjökuls að sunnan.
Strýtur þessar heita Hrúðurkarlar.
Austan við þá rís fjall eitt ein-
stakt, suður af jökulrótunum. Það
nefnist Björnsfell. Meðfram Hrúð-
urkörlunum liggur leið sú austur
í Biskupstungur, sem nefnd hefir
verið Skessubásavegur, og á það
nafn vel við umhverfið.
Kaldadalsleiðin liggur utan í
hlíðum vestasta Hrúðurkarlsins
neðanverðum. Það er farið yfir dá-
litla fjallsröð, og á litlum hjalla
hinum megin við hana er varða
ein. Hún er hvorki mikil né tign-
arleg, en samt er þetta vafalaust
frægasta varða á íslandi, því að
það er beinakerlingin á Kaldadal.
Sú var tíðin, að ekkert íslenzkt
skáld né hagyrðingur fór um þenna
veg, án þess að leggja beinakerl-
ingu þessari ljóð í munn og láta
hana ávarpa félagana eða síðari
gesti með nokkrum vel völdum orð-
um. Enn eru margir, sem muna
eftir henni, og fylgja gamalli venju.
Þannig hefir beinakerlingin á
Kaldadal orðið tilefni ótal lands-
fleygra vísna, Ein þeirra er á þessa
leið:
Veri þeir allir velkomnir,
sem við mig spjalla í tryggðum.
E°- get varla unað hér
ein í fjallabyggðum.
Við vegavinnumennirnir höfðum
líka meðferðis nokkrar vísur, sem
við gáfum henni, og seinna höfð-
um við tækifæri til að hlaða vörð-
una upp, og varð hún mun hressi-
legri eftir en áður.