Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 32

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 32
110 DVÖl Snilldarleg staka, sem allir kann- ast við, barst þannig út í fyrstu meðal manna, að hún var eftir skilin í beinakerlingunni á Kalda- dal. Tildrög hennar voru á þessa leið: Systkini ein í Borgarfirdi eystri henti það ólán að eiga barn sam- an. Stúlkan var 16 ára, Sunnefa að nafni; pilturinn hét Jón og var 14 ára. Mál þeirra var rannsakaö, og voru þau bæði dæmd til dauða samkvæmt Stóradómi, sem þá var í gildi hér á landi, því að þetta gerðist um 1730. Dóminn átti að staðfesta og framkvæma á Alþingi, en áður en það yrði andaðist sýslu- maðurinn, Jens Wíum, og sonur hans, Hans Wíum, tók við sýslunni. Tafðist málið við þetta, en Hans Wíum sýslumaður hafði þau syst- kinin í varðhaldi um tíma. Skömmu síðar ól Sunnefa annað barn, og gaus þá upp sá kvittur, að Hans Wíum væri faðir þess. En þegar málið kom fyrir rétt, lýsti hún Jón bróður sinn einnig föður að þessu barni. Var það Hans Wíum, sem framkvæmdi rannsókn- ina í málinu, og dæmdi þau bæði til dauða enn á ný. Nú voru þau send til Alþingis, en þegar þangað kom, lýsti Sunnefa Hans Wíum sýslumann föður að barni sínu og kvað hann hafa ógnað sér til þess að kenna það Jóni bróður sínum, áður en réttarrannsóknin fór fram fyrir austan. Málinu var nú visað frá til frekari rannsóknar og nýj- um mönnum fengið það til með- ferðar. Þá var nýlega orðinn lög- maður Sveinn Sölvason. Talið er, að þegar hann reið norður af þinginu, hafi hann skilið eftir vísu þá, sem áður er nefnd, í beinakerlingunni á Kaldadal. Vísan er svona: Týnd er æra, töpuð er sál. Tunglið veður í skýjum. Sunnefunnar sýpur skál sýslumaðurinn Wíum. Sunnefumál urðu aldrei til lykta leidd. Þau systkinin fengu bæði konungsnáðun fyrir fyrra brotið, sökum æsku sinnar, og seytján ár- um eftir að málin hófust, gafst Sunnefu kostur á að sverja síðara barnið upp á Hans Wíum sýslu- mann, og hefði þá dauðadómur hans yfir þeim systkinum orðið ógildur. En áður en þetta kæmist í framkvæmd, andaðist Sunnefa. Dauðadóminum yfir Jóni bróður hennar var þá breytt í ævilanga þrælkun á Brimarhólmi, en hann andaðist líka, áður en framkvæmd yrði í málinu. Beinakerlingin stendur í suður- mynni Kaldadals. Þar er Okið og Langjökull sitt til hvorrar handar. Neðan til í hlíðum Oksins er kletta- borg, sem heitir Brœðravirki, þar fyrir ofan hækkar fjallið jafnt og þétt, og efst uppi er ofurlítil jökul- hetta. í austri eru hlíðar Langjök- uls, brattar og hömróttar. Þar ganga skriðjöklar niður gil og dældir, og einstöku klettótt fjöll eru meðfram jökulhlíðunum. Há~ degisfell er þeirra mest, og bak við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.