Dvöl - 01.04.1942, Page 35
D VÖL
113
Sæ-Taó hiiB fagra
— Kínversk áNtarsaga Irá 15. öld —
Jón Helgason þýddi
OPYRÐU MIG, hver hún hafi
verið, Sæ-Taó hin fagra? í
meira en þúsund ár hefir þotið í
trjánum yfir kumli hennar. Laufið
hvíslar þeim nafn hennar, er
leggja hlustirnar við hjali þess.
Margskiptar, vaggandi trjágreinar,
hvikulir sólskinsblettir og flökt-
andi skuggar, andvarinn, ljúfur
eins og návist konu, óteljandi
villiblóm — allt hvíslar: Sæ-Taó.
En þótt heyra megi nafn hennar
hvíslað, þá skilur enginn trén.
Þau ein muna daga Sæ-Taó. En
kínversku fræðaþulirnir frægu,
Kíang-Kó-jin, sem á kvöldin segja
áfjáðum áheyrendum ævafornar
munnmælasagnir gegn fárra skild-
inga sögulaunum, gætu samt sem
áður sagt þér eitthvað um hana.
Þú gætir líka lesið ýmislegt um
hana í bók, sem heitir „Kin-Kó-Ki-
Kóan“, en á okkar máli myndi
kölluð „Dularfullir viðburðir fyrr
og síðar“. Af öllu því, sem skráð
er í þá bók, er sögnin um Sæ-Taó ef
til vill furðulegust.
Fyrir fimm hundruð árum, á
dögum Hán-Vó keisara, sem var
hijög kynstór, af ætt Mings, bjó
úr, sem mikið mætti tala um. En
hér skal staðar numið.
víðfrægur og dyggðaríkur mennta-
maður, að nafni Tín-Peló, í borg
verndarvættarins Kvan-tsjó-fú.
Tín-Peló þessi átti einn son, fríð-
an pilt. Enginn var honum fremri
að þekkingu, líkamlegu atgervi né
háttprýði meðal æskumanna á
sama reki. Og hann hét Mín-Væ.
Þegar pilturinn var á 18. sumri,
bar svo til, að faðir hans, Peló,
var skipaður umsjónarmaður hinn-
ar almennu fræðslustofnunnar í
borginni Tsjín-tó. Þangað fluttist
Mín-Væ með foreldrum sínum. í
grennd við borgina bjó auðugur
maður og tign, voldugur embættis-
maður landsstjórnarinnar, Tsjang
að nafni. Hann vildi fá tilhlíðileg-
an kennara handa börnum sínum.
Þegar hinn tigni Tsjang frétti um
komu hins nýja umsjónarmanns
fræðslustofnunarinnar, bauð hann
honum til sín og vildi þiggja af
honum ráð í þessu máli. Bar saman
fundum þeirra Mín-Væs,og er hann
hafði rætt við hinn mannvænlega
son Pelós, réði hann hann til sín
sem heimiliskennara.
Þar eð bústaður Tsjangs var
nokkrar mílur utan við borgina,
þótti bezt henta, að Mín-Væ byggi
hjá húsbónda sínum. Tók því ungi
pilturinn saman þær pjönkur, er