Dvöl - 01.04.1942, Síða 36
Í14
DVÖL
honum var nauðsynlegt að hafa
með sér í nýju vistina, og foreldr-
ar hans óskuðu honum góðrar
brottferðar og lögðu honum heil-
ræði og minntu hann á orð Leió-
Tsjú og hinna fornu spekinga:
„Fagurt andlit fyllir heiminn ást-
arvímu, er himinninn lætur aldrei
blekkjast af slíku. Sjáir þú konu
koma úr austurátt, þá líttu til
vesturs; komir þú auga á ungmey,
er nálgast vestan að, þá hverfðu
augum þínum til austurs.“
Ef Mín-Væ láðist að fylgja þess-
um ráðum síðar meir, þá var það
sökum þess, hve ungur hann var
og óvarkár og glaðlyndur að eðlis-
fari.
Síðan hélt hann brott til dvalar
í húsi Tsjangs á hausti komanda
og hinn næsta vetur.
Þegar leið að öðru tungli um vor-
ið og gleðidegi þeim, sem Kínverj-
ar nefna Hóa-sjóa eða „fæðingar-
dag hundrað blóma“, settist að
Mín-Væ löngun til þess að sjá for-
eldra sína. Hann sagði Tsjang,
þeim göfga manni, frá þessu, en
hann veitti honum ekki aðeins far-
arleyfið, heldur þrýsti í lófa hans
tveim únsum silfurs að gjöf, því að
honum datt í hug, að piltinn lang-
aði til þess að færa föður sínum
og móður sinni ofurlitla gjöf. Það
er siður í Kína að gefa vinum og
ættingjum gjafir á Hóa-sjóa-há-
tíðinni.
Loftið var höfugt af blómaang-
an þenna dag og ómaði af bý-
flugnasuði.
Allt i einu fannst Min-Væ, að í
mörg, mörg ár hefði enginn farið
stíginn, er hann lagði leið sína eft-
ir. Hann var gróinn hávöxnu grasi.
Til beggja handa uxu risatré, sem
ófu saman stórar og mosavaxnar
greinar yfir höfði hans og vörp-
uðu skugga á götuslóðann. Skugg-
sæl skógarhöllin ómaði af fugla-
söng, og víðir laufskógarnir voru
bryddir gullnum eimi og baðaðir
blómailmi eins og musteri reykels-
isangan. Draumljúfur fögnuður
dagsins hitaði Mín-Væ um hjarta-
ræturnar, og hann settist niður
meðal vorblómanna, undir sveigð-
um greinum, er báru við heiðan
himin, og svalg að sér ilminn og
naut hinnar djúpu, unaðslegu
kyrrðar. Er hann hvíldist þarna,
barst honum hljóð, svo að honum
varð litið við, þangað sem forsælu
bar á og villt ferskjutré stóð í
blóma. Þar sá hann þá unga stúlku,
fegurri en bleikrauð blómin, sem
hún reyndi að fela sig meðal. Mín-
Væ gat ekki komizt hjá því að sjá
yndisbraginn á andliti hennar, þótt
hann horfði aðeins andartak á
hana: gullskæran hörundsblæinn
og fjör djúpra augna, sem ljómuðu
undir bogadregnum augnabrúnum,
jafn hnituðum og þandir vængir
á silkifiðrildi. Mín-Væ leit þegar í
aðra átt, reis skjótt á fætur og
hélt áfram göngunni. Vitneskjan
um þessi dásamlegu augu, sem
höfðu horft á hann gegnum lauf-
ið, fékk svo á hann, að hann glopr-
aði niður silfrinu, er hann bar í
1