Dvöl - 01.04.1942, Page 40

Dvöl - 01.04.1942, Page 40
118 DVÖL stærri en fluga. Og innsiglin, sem voru fest við þessi handrit, voru signet Júen-tsjín og Keio-pien og Taó-mó — frábærra skálda og hljómlistarmanna af hinni kon- ungbornu Tang-ætt. Mín-Væ gat ekki bælt niður fagnaðaróp, þegar hann sá þessa dýrmætu og óvið- jafnanlegu dýrgripi. Hann gat tæp- ast þvingað sig til þess að sleppa þeim úr hendi sér eitt andartak. „Ó,“ hrópaði hann, „þessi blöð eru sannarlega ómetanleg, dýr- mætari en auðæfi allra konunga. Sannarlega er þetta rithönd hinna miklu meistara, sem sungu fimm hundrað árum fyrir fæðingu okkar. Hversu undursamlega hefir þetta varðveitzt! Er ekki þetta sama blekið og þessi setning var skráð með: Po-níen-jíú-tsjí, æ-tíen-jú-kí — að öldum liðnum verð ég óbrot- gjarn sem klöpp, og bréfin, sem ég skrifaði, eins og gljálakk? Og hversu himinborinn er þessi skáld- skapur — söngvar Keió-píens, skáldkonungs og landsföður í Sze- tsjóen fyrir fimm hundruð árum! „Keió-píen, dásamlegi Keió- píen,“ tautaði Sæ með undarlegan glampa í augunum. „Keió-píen er einnig uppáhaldið mitt. Kæri Mín- Væ! Við skulum syngja óð hans saman með hinu ævaforna lagi — tónlist hinna glæsilegu ára, þegar mennirnir voru göfugri og vitrari en nú.“ Og raddir þeirra bárust gegnum ilmiblandið kvöldloftið, áþekkar röddum undrafuglanna, Fún- hóang, samstilltar í skærri hljóm- fegurð. En það var aðeins snöggv- ast, því að töfrarnir í rödd stúlk- unnar dáleiddu Mín-Væ, svo að hann gat aðeins hlustað í orðlausri hrifni, en ljósin í salnum svifu í móðu fyrir augunum á honum og gleðitár hrundu niður kinnar hans. Þannig leið níunda stundin. Og þau héldu áfram að ræða saman og drekka svalandi purpuravín og syngja söngva frá tímum Tangs, þar til seint um kvöldið. Oftar en einu sinni hugsaöi Mín-Væ til brottferðar,enn staðráðnari en fyrr. En ávallt hóf hún svo furðulegar sögur um hin miklu skáld liðinna alda og konur, sem þeir elskuðu, að hann varð frá sér numinn. Og rödd hennar var svo silfurskær. Eða hún söng fyrir hann svo heillandi söngva, að öllum skilningarvitum hans fataðist, nema heyrninni. Og' að lokum kom þar, eitt sinn er hún drakk honum til, að hann gat ekki stillt sig um að vefja handleggjun- um utan um hálsinn á henni og draga fagurt höfuð hennar að sér og kyssa varirnar, er voru mikiu rauðari og ljúfari en vínið. Nú urðu varir þeirra ekki aðskildar. — Það leið á nótt, en þau gættu þess ekki. Fuglarnir vöknuðu, og blómin luku upp krónunum við rísandi sól, og að lokum sá Mín-Væ, að hann neyddist til þess að kveðja hina töfrandi ástmey sína. Sæ fylgdi honum út á stigaþrepin, kyssti hann blíðlega og sagði: „Elsku drengurinn minn! Komdu

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.