Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.04.1942, Blaðsíða 40
118 DVÖL stærri en fluga. Og innsiglin, sem voru fest við þessi handrit, voru signet Júen-tsjín og Keio-pien og Taó-mó — frábærra skálda og hljómlistarmanna af hinni kon- ungbornu Tang-ætt. Mín-Væ gat ekki bælt niður fagnaðaróp, þegar hann sá þessa dýrmætu og óvið- jafnanlegu dýrgripi. Hann gat tæp- ast þvingað sig til þess að sleppa þeim úr hendi sér eitt andartak. „Ó,“ hrópaði hann, „þessi blöð eru sannarlega ómetanleg, dýr- mætari en auðæfi allra konunga. Sannarlega er þetta rithönd hinna miklu meistara, sem sungu fimm hundrað árum fyrir fæðingu okkar. Hversu undursamlega hefir þetta varðveitzt! Er ekki þetta sama blekið og þessi setning var skráð með: Po-níen-jíú-tsjí, æ-tíen-jú-kí — að öldum liðnum verð ég óbrot- gjarn sem klöpp, og bréfin, sem ég skrifaði, eins og gljálakk? Og hversu himinborinn er þessi skáld- skapur — söngvar Keió-píens, skáldkonungs og landsföður í Sze- tsjóen fyrir fimm hundruð árum! „Keió-píen, dásamlegi Keió- píen,“ tautaði Sæ með undarlegan glampa í augunum. „Keió-píen er einnig uppáhaldið mitt. Kæri Mín- Væ! Við skulum syngja óð hans saman með hinu ævaforna lagi — tónlist hinna glæsilegu ára, þegar mennirnir voru göfugri og vitrari en nú.“ Og raddir þeirra bárust gegnum ilmiblandið kvöldloftið, áþekkar röddum undrafuglanna, Fún- hóang, samstilltar í skærri hljóm- fegurð. En það var aðeins snöggv- ast, því að töfrarnir í rödd stúlk- unnar dáleiddu Mín-Væ, svo að hann gat aðeins hlustað í orðlausri hrifni, en ljósin í salnum svifu í móðu fyrir augunum á honum og gleðitár hrundu niður kinnar hans. Þannig leið níunda stundin. Og þau héldu áfram að ræða saman og drekka svalandi purpuravín og syngja söngva frá tímum Tangs, þar til seint um kvöldið. Oftar en einu sinni hugsaöi Mín-Væ til brottferðar,enn staðráðnari en fyrr. En ávallt hóf hún svo furðulegar sögur um hin miklu skáld liðinna alda og konur, sem þeir elskuðu, að hann varð frá sér numinn. Og rödd hennar var svo silfurskær. Eða hún söng fyrir hann svo heillandi söngva, að öllum skilningarvitum hans fataðist, nema heyrninni. Og' að lokum kom þar, eitt sinn er hún drakk honum til, að hann gat ekki stillt sig um að vefja handleggjun- um utan um hálsinn á henni og draga fagurt höfuð hennar að sér og kyssa varirnar, er voru mikiu rauðari og ljúfari en vínið. Nú urðu varir þeirra ekki aðskildar. — Það leið á nótt, en þau gættu þess ekki. Fuglarnir vöknuðu, og blómin luku upp krónunum við rísandi sól, og að lokum sá Mín-Væ, að hann neyddist til þess að kveðja hina töfrandi ástmey sína. Sæ fylgdi honum út á stigaþrepin, kyssti hann blíðlega og sagði: „Elsku drengurinn minn! Komdu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.