Dvöl - 01.04.1942, Síða 41

Dvöl - 01.04.1942, Síða 41
nvöL 119 hingað eins oft og þú getur — eins oft og hjarta þitt hvíslar að þér að koma. Ég veit, að þú ert ekki einn af þeim, sem sneyddir eru tryggð og orðheldni og bregðast trúnaði. En þú ert svo ungur enn, að þig gæti hent gáleysi. Og því bið ég þig að gleyma aldrei, að stjörnurnar einar hafa verið vitni að ást okkar. Segðu engri lifandi veru frá þessu, elsku vinur minn. Og taktu þetta með þér til minja um þessa hamingju- nótt okkar.“ Og hún gaf honum forkunnar- fagran og sérkennilegan grip — litla bréfavog, er var í lögum eins og ljón, sem býst til þess að stökkva á bráð sína, gerða úr jaði, jafn fagurgulum og hann hefði fallið úr regnboganum til heiðurs Konfús- iusi. Pilturinn kyssti mjúklega gjöf- ina og þá fögru hönd, er rétti hon- um hana. „Andarnir hegni mér,“ sagði hann, „ef ég vitandi vits veiti þér nokkurntíma átyllu til þess að álasa mér, ástin mín.“ Svo skiptust þau á ástareiðum og skildu. Þegar heim kom í hús Tsjangs þenna morgun, sagði Mín-Væ ósatt í fyrsta skipti á ævinni. Hann staðhæfði, að móðir sín hefði beðið sig þess, að dvelja framvegis heima um nætur, meðan veðrið væri svona indælt. Leiðin væri að sönnu nokkuð löng, en hann væri þrek- uiikill og ötull og þarfnaðist bæði útilofts og líkamsáreynslu. Tsjang trúði öllu, sem Mín-Væ sagði og hreyfði engum mótmælum. Nú gat pilturinn dvalið allar nætur í húsi Sæ hinnar fögru. Öllum kvöldum vörðu þau til sömu iðkana og gert höfðu hin fyrstu kynni þeirra svo unaðsleg: Þau sungu og ræddu saman, þau tefldu tafl — þenna hugvitssama leik, er Wu-Wang fann upp og er eftirlíking hern- aðar — þau sömdu sönglög við áttatíu stef um blómin, trén, skýin, árnar, fuglana og býflugurnar. En um alla hluti bar Sæ mjög af elsk- huga sínum. Þegar þau tefldu, var það ávallt konungur Mín-Væs, hans tsíang, sem var umkringdur og yfirunninn; þegar þau ortu ljóð, voru kvæði hennar ávallt fremri að samræmdu orðskrúði, að glæsi- legu formi, að ódauðlegri, háfleygri vizku. Ritgerðirnar, sem þau kusu sér, voru ávallt hinar torskildustu — eftir skáld Tangs-tímabilsins. Söngvarnir, er þau sungu, voru einnig fimm hundruð ára gamlir, So sgui-pui ‘smCs^--u9rif juaSuos Keió-píens, hins mikla skálds og drottnara í Sze-sjóen. Sumar ásta þeirra leið, og fagurt haust gekk í garð með fölbleikar þokuslæður og töfrarauða skugga. Þá bar svo til, að faðir Mín-Væs hitti húsbónda sonar síns óvænt í Tsjín-tó. Tsjang spurði: „Hvers vegna gengur drengurinn þinn til borgarinnar á hverju kvöldi, nú þegar senn líður að vetri? Leiðin er löng, og hann er sjáanlega dauðþreyttur, þegar hann kemur til baka á morgnana.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.