Dvöl - 01.04.1942, Page 43

Dvöl - 01.04.1942, Page 43
DVÖL 121 sumarkyrrðina og vötnin, sem blár himinninn speglast í, og einnig um frið hjartans áður en ský harma og rauna og þreytu myrkva þess litla himin. Brátt gleymdu þau sorg sinni við gleði söngs og óma. Mín-Væ fannst þessar síð- ustu samverustundir vera enn himneskari en fyrstu kynni þeirra. En sorg þeirra vaknaði aftur, þegar roðaði á ný af fögrum degi. Enn einu sinni fylgdi Sæ elskhuga sínum út á dyraþrepið. Og hún kyssti hann kveðjukossi og þrýsti skilnaðargjöf í lófa hans — fag- urlega skornu burstahylki úr agati. Það hefði sómt sér vel á borði hinna miklu skálda. Svo skildu þau í hinzta sinni og tárfelldu mjög. Mín-Væ gat ekki enn fengið sig til þess að trúa því, að þau kvedd- Ust nú fyrir fullt og allt. „Nei,“ hugsaði hann. „Ég fer til hennar á morgun, því að ég get ekki lifað án hennar, og ég er viss um, að hún rekur mig ekki frá sér.“ Hann var gagntekinn af slíkum hugsunum, er hann nálgaðist bústað Tsjangs og sá föður sinn °g velgerðamann bíða sín fyrir dyrum úti. Aður en hann gæti stunið upp einu orði, spurði Peló: „Sonur! Á hvers konar stað hefir t>ú dvalið í nótt?“ Mín-Væ sá, að ósannindi hans höfðu orðið uppvís og þorði ekki deinu að svara, heldur stóð sneypt- Ur og hljóður í návist föður síns og laut höfði. Þá barði Peló hann heiftarlega með stafnum sínum og skipaði honum að segja sér leynd- armálið. Eftir langa mæðu stundi Mín-Væ upp ástarsögu sinni, því að bæði óttaðist hann foreldra sína og lögin, er mæla svo fyrir, að „syni, er neitar að hlýða föður sín- um, skuli hegnt með eitt hundrað bambushöggum." Tsjang brá litum við sögu pilts- ins. „Barn,“ mælti hinn tigni emb- ættismaður af miklum þunga. „Ég á engan ættingja, er ber nafnið Ping. Ég hefi aldrei heyrt getið um þesssa konu, sem þú lýsir. Ég hefi aldrei heyrt getið um þetta hús. sem þú segir frá. En það veit ég samt, að þú myndir ekki dirfast að ljúga að Peló, virðulegum föður þínum. Þetta er harla dularfullt." Þá sýndi Mín-Væ það, sem Sæ- Taó hafði gefið honum, ljón úr gulum jaði-steini, burstahylki úr myndskreyttu agati og fáein ljóð, er mærin fagra hafði sjálf ort. Peló varð nú jafn undrandi sem Tsjang. Báðir veittu þeir því atþygli, að gripirnir, burstahylkið og ljónið, voru áþekkir því, að þeir hefðu legið grafnir í jöröu öldum saman, og smíði þeirra var ofvaxið leikni nokkurs samtíðarmanns. Ljóðin reyndust vera ósviknar perlur á sviði skáldskapar, ort í anda skáld- anna, er uppi voru á dögum Tang-ættarinnar. „Peló, vinur minn,“ hrópaði emb- ættismaðurinn. „Við skulum þegar

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.