Dvöl - 01.04.1942, Síða 47

Dvöl - 01.04.1942, Síða 47
D VÖL 125 Jóii Triiiisí! og* rltsafn Biíibis Fiftir Ctlsla Guðinumlsson AÐ ER MISJAFNLEGA séð nú á tímum, eins og raunar oft áð- ur, að láta lifandi rithöfunda njóta sannmælis — eða gjalda. Hitt mun fremur þolað óátalið, að minnst sé á þá, sem moldin geymir. Því mun ég nú taka mér fyrir hendur, að gefnu tilefni, að fara nokkrum orðum um skáldið Guðmund Magn- ússon, sem þjóðkunnur var og mun verða undir rithöfundarnafninu „Jón Trausti.“ Verk þessa höfund- ar eru nú að koma út í nýrri útgáfu með formála eftir dr. Stefán Ein- arsson, og eru þegar komin út þrjú bindi. í fyrsta bindinu eru sögurnar „Halla“ og „Heiðarbýlið“, í öðru bindi sögurnar „Grenja- skyttan", „Fylgsnið“ og „Þorradæg- ur“ og nokkrar smásögur höfund- arins frá síðari æviárum, en í þriðja bindi sögurnar „Leysing“ og „Borg- ir“. Efnið í sögum þeim, sem hér eru nefndar, að sumum smásögunum undanteknum, er frá síðara hluta 19. aldar. En þegar þeim var lokið, tók Jón trausti sér fyrir hendur að skyggnast inn í líf horfinna kyn- slóða. Reit hann þá „Sögur frá Skaptáreldum", sagnabálkinn „Góðir stofnar“ o. fl. Síðasta verk hans er skáldsagan „Bensi gamli“, nútímasaga úr Reykjavík. En á æskuárum sínum orkti hann ljóð og leikrit, og var þetta hið fyrsta, sem prentað var af verkum hans, en mun væntanlegt síðar í safni því, sem nú er að koma út og fyrr var nefnt. Ekki er hægt að segja, að G. M. hafi getið sér mikið orð sem ljóð- eða leikritaskáld, en þó eru a. m. k. tvö af kvæðum hans, „Ég vil elska mitt land“ og „Draumalandið“, þjóðkunn i söng, þótt eigi geri sér allir grein fyrir, hver höfundurinn er. Guðmundur Magnússon var fæddur á Rifi á Sléttu 12. febrúar 1873, en fluttist ómálga með for- eldrum sínum að Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði. Býli þetta er enn í byggð, og hefir bjargað mörgum manni frá hrakningum og háska, en fyrrum voru a. m. k. sjö býli þar í heiðinni. Þar missti Guð- mundur föður sinn, fimm ára gam- all, og mun hafa verið alinn upp á sveit, sem kallað var, til 10 ára aldurs, en þá fór hann að Núps- kötlu á Sléttu til móður sinnar og stjúpföður. Eftir fermingu var hann í vinnumennsku til 19 ára aldurs, en hvarf þá úr átthögum sínum til Austfjarða og nam þar síðar prentverk. 23 ára sigldi hann til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um tveggja ára skeið, en eftir það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.